Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 110
108
MULAÞING
þau aftur í Bragðavelli og enduðu ævina í starfi fyrir heimili Jóns sonar
síns. Það kom sér líka betur fyrir hann því árið 1906 missti hann bæði
heilsu og þrek.
Máltíðir voru á sama tíma dag hvern: molakaffi eða grasate eftir
fótaferð, morgunmatur um hálftíuleytið, molakaffi um hádegi, miðdeg-
ismatur um klukkan hálfþrjú og molakaffi á eftir, síðan molakaffi um
fimmleytið en kvöldmatur kl. 8 til 9. A aðfangadag stórhátíða var mið-
degismatur ekki borðaður fyrr en kl. sjö að afloknum húslestri, súr svið
og fleira og rúsínugrautur á eftir, en kaffi og kleinur um háttatímann. A
jóladag var hveitibrauð með kaffinu en bornir inn kúffullir diskar af
hangikjöti og stórar sneiðar af pottbrauði klukkan hálfþrjú. Þótti strák-
unum gott að fá rauðseytt pottbrauðið.
Annars var kjöt aðalmaturinn flesta daga, saltað, súrsað og reykt og
svo slátur en fiskmeti var lítið að sögn Helga Einarssonar. Grasagrautur
og grjónagrautur voru mjög oft, en garðávextir náðu ekki þroska, þótt
gerður væri kálgarður. Hefur hæð staðarins yfir sjó orsakað það. Flat-
brauð var mikið notað og bakað við sprekaglæður. Baunir voru stundum
til miðdegisverðar og sammtaðar heitar. Voru þykkar og smjör látið út á
þær, nema ef kjöt var soðið í þeim. Og þá er komið að því að telja einn
aðalþátt fæðisins, mjólkurafurðirnar. Máfnyta var venjulega mikil og
góð og voru til margar tunnur af skyri á haustin. Eitt haustið voru til 11
tunnur af skyri. Þá var einnig gert mikið af ostum og strokkað smjör.
Skyrgerð var þá öðruvísi en nú, vegna þess að fólk kunni ekki að nota
þétta. Var því blandan í skyrinu svo að það var meira að fyrirferð. Allur
matur var reyktur, súrsaður eða saltaður og allt var notað af hverri
skepnu, sem slátrað var. I mjólkursýrunni voru geymd svið, bringu-
kollar, magálar og smörskökur.
I ævisögu Þorsteins Kjarval standa þessi orð um viðtökur í Víðidal, er
þrjá eftirleitarmenn bar þar að garði haustið 1893: ,,Okkur var vel
fagnað í Víðidal hjá Sigfúsi bónda. Var okkur gefin kjötsúpa og kjöt að
eta, en engar voru kartöflur eða rófur með kjötinu. Austfirðingar
þekktu ekki jarðávexti í þá daga. I Víðidal virtist kjöt, slátur og súrmeti
vera aðalfæðan“.
Kornmölun
Á þriðja sumri búskaparins í Víðidal komu þeir feðgar sér upp kvörn,
svo þeir gætu malað korn sitt sjálfir, nýttu vatnsafl til að knýja kvömina
og byggðu lítinn myllukofa, eins og eftirfarandi tilvitnanir sýna: