Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 60
58
MULAÞING
eitthvað á sínu eigin heimili, sem honum hefir þótt miður fara, að hann,
engu síður hafi bent á það. Enda mun óhætt að segja, að fá munu þau
heimili vera, er ekki eigi eitthvað af því með rjettu er greinarhöf. talar
um; þó það, auðvitað, sje nokkuð mismunandi hvar hreinlætinu og
hirtninni, er mestur gaumur gefinn, og hvar minnstur.
Það er vonandi, að óánægja sú, er átt hefir sjer stað, meðal sumra af
lesendum ,,Unglings“, fari nú smátt og smátt að rjena. Því engin
ástæða virðist vera til slíkrar óánægju út af því, þó einhverjir hafi einurð
til, að láta í ljósi skoðanir sínar, á því er miður þykir fara í sveitinni, og
finni að því. Því þá í fyrsta er þó vonandi að eitthvað lagist ef að er
fundið; en ekki er von á neinum umbótum, á meðan menn sjá ekki hvað
að er, og hvað lagfæringar þarf.“
Ungur Borgfirðingur.
Þannig er þá greinarkornið. Neðanmáls á síðunni, sem greinin endar
á stendur: „Þessi framanritaða grein er ekki frá ritnefndinni.“ Hins-
vegar hefur Bjarni Þorsteinsson ritað hana í blaðið sinni fögru rithendi,
og stafsetningin er ugglaust hans. Ekki sakar að geta þess, unglingum
þeim til glöggvunar, er lesa kunna þessar línur, að je fyrir é var ekki
ritvilla árið 1892, heldur almennur og viðurkenndur ritháttur, og raunar
miklu lengur.
Gaman væri nú að geta lesið greinina „Hreinlæti, hirtni“ sem um er
rætt hér að framan og þá ekki síður klausuna á kápusíðu, sem drepið er
á, en í þessu efni verðum við að láta hugmyndaflugið nægja okkur.
Ljóst er að þessi grein hefur komið við kaunin á einhverjum og við-
brögðin koma okkur engan veginn á óvart þann dag í dag. Kannast
menn ekki við úr umræðum manna á meðal og úr fjölmiðlum allt til
þessa dags, að þeir sem benda á það sem miður fer, eru taldir vera að
níða sveit sína, fjórðung, jafnvel land sitt og þjóð?
Hvernig leit þá þetta sveitarblað út?
Tölublaðið, sem ég hef fyrir framan mig, er 16 blaðsíður í smáu broti,
17 x 10,5 sentimetrar, þétt skrifað á óstrikaðan pappír, einkar snyrtilegt
að allri gerð. Greinin, sem birt er hér að framan, tekur yfir 5 blaðsíður
rúmar og geta menn þá gert sér í hugarlund hversu nýtilega hefur verið
skrifað á svo litlar síður. Sýnilegt er, að kverið hefur verið heft í kjöl, en
heftiþráður er á brott, svo og kápa, hafi hún verið til í uppha'fi. En sýnt
er að 1. tölublað 3. árgangs hefur verið heft í kápu, samanber það sem í
greininni segir um klausuna er rituð hafði verið á kápublaðið.