Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 59
múlaþing
57
,,Nú fyrir skömmu hefi jeg sjeð 1. blað af 3. árg. ,,Unglings“, sveit-
arblaðs Borgfirðinga, sem bæði jeg, og ýmsir fleiri, voru farnir að
ímynda sjer, að ekki myndi lifna við aftur. Enda hygg jeg, að það hefði
öllu heldur orðið gleði enn sorgar efni, fyrir marga af lesendum hans, þó
þeir hefðu sjeð á bak þessum unglingi, jafnvel þó mjer virðist það
undarlegt; því það hefur þó hingað til, af flestum verið talinn skaði, að
missa unglingana, óþroskaða og óreynda, sem menn gátu gjört sjer von
um að hefðu orðið sjer og öðrum til sóma og gagns, hefðu þeir náð
fullorðins árum. Og þó sumum þyki þessi unglingur máske atkvæðalít-
iU, og ekki Hklegur til að taka sjer fram með aldrinum, þá eru þó mörg
dæmi til þess, að unglingur, sem lítið þótti kveða að í uppvextinum,
hefir með aldrinum orðið atkvæðamikill og uppbyggilegur. En hvað sem
þessum umtalaða unglingi líður, í þessu tilliti, þá virðist mjer engin
ástæða til þess fyrir Borgflrðinga, að taka honum jafn illa og sumir
þeirra hafa gjört, síðan hann fór að ferðast á milli þeirra.
Það virðist lýsa miklum áhuga og framfaralöngun hinnar heiðvirðu
ntnefndar, að hún hefir ráðist í, að halda áfram með blaðið, þrátt fyrir
öll þau ónot og ílagsyrði er hún hefir orðið að sæta, af sumum lesendum
hlaðsins; og sem helzt lítur út fyrir, að ætli að verða framhald af, eftir
greinarstúf þeim að dæma, er einhverjir af lesendum ,,Unglings“ hafa
klýnt aftan á kápublaðið á hinu fyrsta númeri þessa árs, sem jeg las nú
fyrir skemstu. Og get jeg ekki fallizt á skoðanir þær er þessir lesendur
koma þar með, t.d. þar sem þeir segja, að ritnefndin „smáni sjálfa sig
rneð því, að gefa slíkt út sem sveitarblað". Því ekkert gat jeg fundið það
í þessu blaði, eða ritgjörðum þess, sem væri höfundum eða ritnefndinni
til smánar; og deildar munu verða skoðanir manna um það, hvort rit-
gjörðir þær, er í blaðinu voru, verði höfundum þeirra til meiri smánar,
enn kápublaðs-greinarstúfurinn, þeim er hann hafa skrifað. Ekki get
jeg heldur fellt mig við þá skoðun þeirra, að blaðið sje sveitinni til
skammar; en það er máske fyrir það að jeg er ekki eins skarpskyggn og
þessir sveitungar mínir, í því, hvað henni sje til sóma og hvað til ósóma.
En það get jeg ekki fundið, að sveitinni sje neitt til óvirðingar, þó bent
sje á ýmislegt er miður þykir fara í henni, eins og greinarhöfundurinn
gjörir, sem skrifar greinina með fyrirsögninni: „Hreinlæti, hirtni“; og
sem jeg get mjer helzt til, að þessum fyrrtjeðu lesendum ,,Unglings“,
hafi þótt skerða sóma sveitarinnar. En sú grein finnst mjer ekkert
aðfinningarverð; því það sem höf. lýsir þar, mun flest, eða allt, eiga sjer
stað. Og ekki mun höf. hafa verið að taka dæmi af einstökum heimilum,
eins og sumir máske ætla; því það er eins víst, ef hann hefir fundið