Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 23
MÚLAÞING
21
Snjólétt er þar og vetrarbeit fyrir sauðfé bæði í fjalli og fjöru, en hættur
fyrir fénað í klettum og brattlendi.
Heyskapur og skepnuhirðing á slíku kotbýli, sem varla hefur borið
meira en eina eða tvær kýr og nokkrar kindaskjátur, hefur verið helst til
löðurmannlegt viðfangsefni fyrir þrjá röska karlmenn á besta aldri
og tvær vel vinnandi konur á barnlausu heimih, eins og var á Eld-
leysu 1816. Enda var nytjun sjávarins, en ekki landsins, aðalstarfi
fólksins.
Engar ítarlegar lýsingar eru til á Eiríki og fólki hans né heimilishátt-
um á Eldleysu. Sennilega er það merki þess, að þar hafi fátt verið
frábrugðið því, sem almennt tíðkaðist á þeim tíma. Ymislegt má álykta
um af fróðleik kirkjubóka. Til dæmis er athygli vert, að Eldleysu- og
Alftavíkurfólk hefur orðið langhft og ungbörn á þess vegum ekki dáið
drottni sínum hvert af öðru, eins og víða gerðist. Þetta bendir til þess,
að þrifnaður, húsakynni og viðurværi hafi verið, með hirðu og myndar-
brag, þó ekki væri mikill auður í búi.
Sigfús Sigfússon getur Eiríks og Margrétar á fáeinum stöðum. ,,Ei-
ríkur var berserkur til erfiðis og veðurglöggri en aðrir menn, hann var
Einarsson, Árnasonar“, segir í þættinum af Hermanni í Firði. Sögnum
ber saman um, að Eiríkur hafi verið afburða sjómaður og sótt af hörku
og kappi, en þó fyllstu forsjá.
I þætti Hermanns er eftirfarandi gamansaga af þeim Eiríki:
,,Það var eitt sinn í messu, að Hermann laut að Eiríki frá Eldleysu,
sem var farinn að heyra illa og nú lá herfilega á. Hermann hvíslar: ,,Var
mikið fallið á hafinu í gær, Eiríkur?“ Eiríkur hafði fiskað htið, vildi eigi
láta minnast á ferðina og svarar stutt: ,,DjöfuU.“ ,,A, hvað segirðu,
Eiríkur minn? Var mikið fahið á hafinu í gær?“ bætti Hermann við og
lagði við hlustina. Eiríkur brást iUur við og orgar upp, svo glumdi í
kirkjunni: ,,Og það var ósætur, óvígður djöfuU og andskoti, og heyrirðu
nú?“ Þá gekk Hermann til sætis síns, búinn að fá það, sem hann leitaði
eftir“.
I annarri frásögn í sama þætti, sögunni um Eirík þjóf, sem svo er
nefnd, fær lesandinn nokkurt veður af innræti og skapferli Eldleysu-
hjóna. Eiríkur þessi, Ólafsson frá Reykjum, tvítugur að aldri, vinnu-
maður hjá sveitarhöfðingjanum Hermanni í Firði, var með þeim ósköp-
urri gerður að vera óseðjandi matarhít og freistaðist til að stela mat hvar
sem færi gafst.
Þjóðsagan segir, að Hermann, sem hafi verið hreppstjóri þegar þetta
gerðist, hafi geymt Eirík í Smjörvogi, sem er klettabás eða vík skammt