Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 124
122
MULAÞING
ur. Við tókum allt féð upp í Víðidal viku fyrir jól og fórum þá að kenna
lömbum át, því í vikunni fyrir jólin gerði nokkuð mikinn snjó, en þó
hlánaði hann nokkuð. Þó hefur síðan verið harðangursjörð hér uppi í
dal og oft mikil frost (hæst 12 gr., 8 gr., 6 gr., og 10 gr.). En aldrei hefur
jafn grunnur snjór verið hér í Víðidal, síðan ég kom hingað, nú í 12 ár.
13 ár í vor síðan við fluttum hingað og hefur okkur alltaf liðið vel - lof sé
guði.
Aðdrœttir
Ohætt mun að fullyrða að aðdrættirnir hafi verið það langerfíðasta við
búskapinn í Víðidal og verða hér tíndar til nokkrar tölur, sem gætu gefíð
ókunnugum hugmynd um þær vegalengdir og torleiði, sem yfír var að
sækja til aðdrátta svo og brottfærslu á þeim vörum, sem þurfti að selja
til að geta keypt aðfluttar vörur. Styst var að afdalabýlunum í Geit-
hellnadal meðan þau voru í byggð. Þau voru: Hvannavellir, sem reynd-
ar fóru í eyði 1883 við flutning Sigfúsar, Ragnhildar og Jóns í dalinn og
eru í 12 km loftlínu fjarlægð. Þar næst eru Þormóðshvammar, sem fóru
í eyði 1885 og eru í u.þ.b. 13 km loftlínu fjarlægð. Svo skal nefna
Kambsel í ca. 18 km loftlínu fjarlægð. Þess skal getið að yfir Hofsjökul
var að fara til þessara bæja en önnur leið er sú að fara frá Grund norður
Víðidal, beygja svo til austurs fyrir norðan Hofsjökulinn og er þá yfir
varp að fara og niður í botninn á Geithellnadal. Varpið nefnist Háás á
korti. Þessi leið er dálítið lengri en þó farin á sumrin. Virðast t.d. vera
nærri 15 km inn á varp frá Kambseli en 8 til 9 km þaðan að Grund.
Þessar tölur, sem hér hafa verið nefndar gefa þó lítið til kynna um
brattann og annað torleiði á vegalengdunum.
Næst styst var að Markúsarseli í Flugustaðadal, ca. 15 km lofthna og
yfir mikil fjöll og torleiði að fara sökum bratta og hæðar. Þangað var þó
skemmst eftir að býlin í Geithellnadal eyddust og þetta er sú leið sem
Víðidalsmenn virðast oftast hafa farið til Djúpavogs í verslunarerindum
einkum á veturna. Um 30 km virðast vera frá Kambseli út á Djúpavog
en 'a.m.k. 35 km frá Markúsarseli.
En víkjum nú að vegalengdum út í Lón að verslunarstaðnum þar,
Papósi. Að Eskifelli í Stafafellsfjöllum er lofthnan um 15 km og a.m.k.
8 km þaðan að Þórisdal en nærri 10 km frá Eskifelli að StafafeUi, svo að
drjúglöng var nú kirkjugatan. Tæpir 20 km virðast vera frá Stafafelli út
á Papós, sem var aðalverslunarstaður Víðidalsmanna. I Papósferðum
fóru þeir oft að Þórisdal og gistu þar. Á vetrum fóru þ'eir oft eftir
gljúfrum Jökulsár og Víðidalsár, þegar þær voru á ís og sparaði það