Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 83
múlaþing
81
Stefán fæddist og var móðir Stefáns ráðskona hjá Ólafi. Hún hét Guð-
rún Jónsdóttir og var fjórði ættliður frá Galdra-Imbu, sem þekkt er í
sögnum. Má þar e.t.v. finna orsök þess að Stefán þóttist síðar geta
brugðið fyrir sig fjölkynngi. Ólafur var tvíkvæntur og var á þessum
arum milli kvenna, sem kallað er. Atti hann mörg börn, sem voru
rnannvænlegt dugnaðarfólk og var Valgerður í Eskifelh og Hlíð í Lóni
rneðal þeirra. Hann fluttist skömmu síðar til Húsavíkur og eignaðist
jörðina, sem þá var ein sú hæst metna í Múlaþingi. Bjó hann þar lengi
°g vel og synir hans eftir hans dag. Má lesa um þetta fólk í X.bindi af
þjóðsögum S.S. Ólafur hefur líklega átt Litlu-Breiðuvík.
Stefáni er svo lýst að hann hafi verið manna knálegastur á velli og
raramur að afli og hafði sérlega mikið og glóbjart hár. Virðist hann
nokkuð hafa gengið í augu kvenna, þótt ekki hlytist af nema ólán fyrir
hverja kvenpersónu, sem hann kynntist náið. Árið 1825 er hjá þeim
vinnukona, Guðrún Þorsteinsdóttir frá Geitavík í Borgarfirði. Þá um
haustið var skírt barn í Litluvík. Töldu allir það vera barn Önnu og
Stefáns. Þó kom upp kvittur um að svo mundi ekki vera og fór Þor-
steinn í Geitavík af stað, sótti dóttur sína og var mjólk í brjóstum
hennar og sannleikurinn þar með augljós. Var máhð kært og dæmt í því
á Ketilsstöðum ári síðar af Páli Melsteð. Anna og Stefán voru dæmd til
húðlátsrefsingar fyrir barnsvillu. Önnur Guðrún var í Litluvík um þetta
leyti og var Halldórsdóttir. Var hún dæmd í sekt fyrir hylmingu og
Stefán að auki dæmdur í hórsekt, nema hann synjaði fyrir með eiði. Sór
hann orðflókinn eið fy rir faðerni barnsins og slapp við sektina. En um
þetta leyti ól Guðrún Halldórsdóttir son, sem skírður var Sveinn og
auknefndur kuflungur, eftir að hann var orðinn fulltíða. Var hann
kenndur Stefáni og hló fólk að því að hún hefði sagt hann koma yfír sig
ems og heilagan anda, þegar hún var krafin sagna um faðerni drengs-
ins.
Stefán reyndist mesti letingi við bústörfín og hafði reyndar alltaf
verið hálfgerður kolbítur á heimili ættingja sinna. Nokkrum árum eftir
þessa atburði (líklega 1832) hrökkluðust þau Anna brott úr Víkum.
Leitaði hún þá aftur í Hrafnkelsdal en Stefán suður á firði eystra. Frétti
hann þar af Víðidal í Lónsöræfum og hefur líklega farið að skoða hann
um sumarið 1834. I dalnum fann Stefán lítinn hvamm, þakinn fegursta
litskrúði blóma, varð svo hugfanginn að hann aflaði sér timburs í hús-
byggingu, flutti það í dalinn og sótti Önnu til Hrafnkelsdals síðar um
sumarið, eftir að hann var búinn að reisa þarna lítinn bæ. Líklega hafa
þau verið þarna fjögur ár. Fyrsta árið er hjá þeim vinnumaður, sem hét
Múlaþing 6