Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 97
MÚLAÞING
95
Drottinn vor þau blessi;
bægi neyð
burt úr leið,
börnin landsins hressi,
vilja þeirra, von og þróttinn hvessi.
Brúðkaupið fór fram að Stafafelli og gaf Jón Jónsson prófastur þau
saman. Hann orti þetta ljóð í tilefni af brúðkaupi þeirra og flutti það þá.
Synir Jóns og Helgu voru allir fæddir, er þau giftu sig.
Kvæðið birtist í minningarriti um sr. Jón, er gefið var út af sóknar-
börnum hans árið 1922.
Lýsing á Víðidal og Kollumúla eftir Sigfús Jónsson.
Ur bréfi Sigfúsar Jónssonar til kunningja hans á Héraði, dagsett 20.
apríl 1884:
,,Eg ætla nú að sýna lit á því, sem þú mæltist til við mig í bréfi þínu að
lýsa fyrir þér Kollumúlanum og ætla ég að byrja á landslagi á Kollu-
múlaheiðinni og að norðanverðu. Hún er mestöll grasi vaxin með smá-
hjöllum og mýrarblettum á milli. A mýrlendinu er mest rauðbreysking-
ur og óræktargras, sem skepnur vilja ekki bíta, en á harðvellinu er
töðugresi með smálaufi og hvanngrasi innan um. Graslendið er mest í
Norðlendingahálsi, upp af Norðlendingavaði á Víðidalsá. Þetta er innst
á heiðinni. En þegar kemur út á miðja Kollumúlaheiði, þá tekur við
stórt stöðuvatn, sem liggur í dæld á heiðinni og vötnum hallar að á ýmsa
vegu. Úr þessu vatni rennur ,,Þverá“ austur af múlanum og ofan í
Víðidalsá. Þverá fellur í þröngu klettagili ofan af múlanum, en þar sem
hún kemur fram úr gilinu er hár foss, er við köllum Náttmálafoss. Frá
Þverá og út að svonefndum Kollumúlaflugum, sem liggja niður frá
Kollumúlakolli og allt ofan í Víðidalsá, eru grashjallar víði og lyngi
vaxnir, eru þeir rétt á móti bænum hjá mér. Þegar kemur út fyrir flugin
sem mega heita ófær bæði mönnum og skepnum, beygist dalurinn meir
til suðurs, eftir því sem múlinn mjókkar fram; koma þá grasflár með
víðivöxnum brekkum, sem ná neðan frá árgili og uppundir brún á múl-
anum. Þetta landslag helst suður undir fremri (syðri) flug, sem eru
skammt frá sporðinum á Kollumúla. A þessum flám er fagurt land og
gott beitiland. Þar er talsverður skógviður, víðir (rauðvíðir), beitibusk-
ar, berjalyng, limur, einir og 3 stór og fögur reyniviðartré 6—7 álna há.
Þá er að lýsa múlanum að sunnan og vestan og byrja ég þá að sunnan