Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 21
múlaþing
19
Eiríks, Margrét Sigurðardóttir, fædd í Hamragerði í Eiðaþinghá. Hún er
47 ára að aldri, eða 25 árum eldri en bóndi hennar. Loks er þar Sigríður
dóttir Eiríks, tveggja ára. Bersýnilegt er, að Margrét hefur ekki verið
móðir hennar, því við öU manntöl á heimilinu, meðan hún var í föður-
húsum, er hún skráð „dóttir bónda“, aldrei „dóttir hjónanna" eða
„þeirra dóttir“, eins og algengast var, þegar hjónabandsbörn voru
skráð.
Heimildir um móðurætt Sigríðar virðast ekki liggja á lausu. Kirkju-
bækur segja hana fædda á Grund. Einnig skortir vitneskju um ætt
Margrétar.
Aldursmunur hjóna á þann veg, sem var í þessu tilviki, er mjög
sjaldgæfur. Ekkert bendir til þess, að Margrét hafi verið rík og Eiríkur
kvænst henni til fjár. Að sögn Sigfúsar Sigfússonar var hún vinnukona
hjá Hermanni í Firði, en það hefði hún tæplega verið, ef hún hefði átt
teljandi eignir.
Sagnir Sigfúsar eru svo ótraustar heimildir, að varasamt er að treysta
á þær einar sér sem sbkar. En sennilega eru þær nokkuð örugg spegil-
uiynd af almannarómi. í þætti Sigfúsar um Hermann er dregið fram, að
Margrét hafi ætíð sýnt honum fulla einurð og haldið til jafns við hann í
viðskiptum þeirra. Sagt er, að hún hafi verið „svarri og þrekmikil".
„Margrét varð kona Eiríks á Eldleysu og ein þeirra þriggja, sem Her-
mann komst aldrei yfir“. Um þau bæði segir, að þau haíi verið „at-
kvæðamenn til verka“. I kirkjubókum er Margrét sögð „skikkanleg
kona, vel að sér“, „guðhrædd, greiðvikin“, eða eitthvað í þá átt.
Að samanlögðu því litla, sem sagnir geyma um Margréti, má ráða,
að hún hafi verið vel gerð kona, greind, dugleg, einörð og vel skapi
farin.
Við manntalið 1816 var Eiríkur orðinn bóndi á Eldleysu í Mjóafirði,
38 ára. Margrét er sögð 62ja ára. Einar bróðir Eiríks er þá vinnumaður
hjá honum, þrítugur að aldri, og ennfremur Arnes Eyjólfsson, líka
þrítugur. Loks er svo Sigríður, dóttir bónda, á heimilinu, 17 ára gömul.
Sigurður bróðir Eiríks var 1816 kvæntur Ingibjörgu dóttur Hermanns
í Firði, og áttu þau fimm börn. Þau bjuggu á Hesteyri. Sigurður er þá
sagður 36 ára. Fjórði bróðirinn, Magnús, virðist horfinn af manntah í
Mjóafirði og nálægum sóknum, ef til vill látinn.
Lukka Sveinsdóttir frá Barðsnesgerði var vinnukona á Eldleysu
1815—16, en fluttist þá yfir á Barðsnes. Einar Einarsson fluttist þangað
næsta ár, og 1818 giftust þau. Var Einar þá titlaður húsmaður á Barðs-
nesi, en seinna bóndi í Barðsnesgerði. Guðrún dóttir þeirra var fædd um