Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 8
6
MÚLAÞING
Safnið er í gömlu verslunarhúsi sem tilheyrði svokallaðri Útkaupstað-
arverslun og mun það ekki hafa verið byggt síðar en árið 1833, en frá
þeim tíma eru til öruggar heimildir um húsaskipan í Útkaupstað.
Þá voru tvær verslanir á Eskifirði og höfðu verið reknar lengi, og
til aðgreiningar voru þær kallaðar Framkaupstaður og Útkaupstaður,
en í þeim síðarnefnda verslaði fyrirtæki sem hét 0rum & Wulff. Árið
1815 brann verslunarhús þeirra, sem talið er að þeir hafi byggt árið
1798, en húsið var endurreist á sama grunni ári síðar - eða 1816.
í úttektum frá 1819 og 1825 koma fram lýsingar á húsinu, bæði á
stærð þess og ástandi, og einnig eru til heimildir um það frá 1836. Nú
er ekki vitað um neinn húsbruna þarna á tímabilinu 1816 - 1836, og
er því ekki nein fjarstæða að ímynda sér að húsið sé frá 1816 og væri
það þá orðið 172 ára gamalt. En hvort sem er réttara, er það með
elstu húsum á Austurlandi.
Heimildir um þetta er að finna í byggðarsögu Eskifjarðar, Eskju I
eftir Einar Braga Sigurðsson rithöfund.
Um 1860 tók við Útkaupstaðarverslun danskur maður, Carl Daniel
Tulinius. Verslaði hann þar fram yfir aldamót, og nokkur ár eftir hans
dag var verslunin rekin af afkomendum hans og var þá kölluð C. D.
Tulinius Efterfplgere.
Þarna var allstór húsaþyrping og bar hæst íbúðarhús kaupmannsins.
Var það byggt á svipuðum tíma og búðin og var alla tíð kallað Útkaup-
staðarhús. Síðustu áratugi var það notað fyrir skrifstofur Hraðfrystihúss
Eskifjarðar, en þótti ekki lengur fullnægjandi og var því rifið árið 1984.
Nú er þar risið nýtt og mikið hús.
Skömmu eftir 1900 var hætt að versla í gömlu búðinni, enda búið
að byggja annað og stærra verslunarhús í Útkaupstað, og nú var komið
nýtt fyrirtæki til sögunnar - Hinar sameinuðu íslensku verslanir. Þær
hófust árið 1912 og eigandi Thor E. Tulinius sonur Carls. Gamla versl-
unarhúsið var nú orðið kallað Gamla-Búð, og hefur það heiti haldist
fram á þennan dag.
Hlutverk þess varð nú að notast sem pakkhús, fiskverkunarhús og
síðast veiðarfærageymsla. Það var upp úr 1951 í eigu togaraútgerðar
Austfirðings hf. meðan það fyrirtæki var við lýði. - Síðan komst það
í eigu kaupfélagsins Bjarkar á Eskifirði til þess tíma er það var orðið
fyrir, þegar farið var að breikka Srandgötuna á þessu svæði, en það
var árið 1966.
Þá komu fram hugmyndir um að varðveita húsið, og voru fengnir
þeir þáverandi þjóðminjavörður Kristján Eldjárn og Hörður Ágústsson