Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 35
MÚLAÞING
33
Ormarsstaða voru fjögur hólf: Húsagarðsklettablá, Lómatjarnarlón (í
ytri hluta Teigsblár), Kvígutjarnarlón (í Neðri Teigsblá) og loks má
nefna Litlahólf utan og neðan við neðri Teigsblá og er þá farið að
nálgast Borgarvelli. Þrengjum við nú sjónarsviðið og lítum á hvert lón
fyrir sig. Greint verður frá görðum við hvert hólf og skurðum að og frá.
1. Heimabláin í Refsmýri. Að henni lá 950 m langur skurður utan
af Myllueyri við Þorleifará, þar sem vegur liggur nú út að Miðhúsaseli.
Þetta var mesti skurðurinn, því sums staðar varð að grafa djúpt svo
vatnið fengi framrás. Skurðurinn lá efst í Mjóþýfum og Þýfum inn í
blána. Rúmlega 400 m af skurðinum eru enn vel sýnilegir en þegar
tún var gert á Þýfunum var rutt ofan í skurðinn þar, svo að hann er
horfinn. Þó má með aðgæslu sjá móta fyrir honum alla leið undir
melabörðunum ofan við Þýfin, því jarðvegurinn hefur sigið örlítið þar
sem skurðurinn var og er lítið eitt grænni rönd þar, þegar há er farin
að spretta. A Myllueyri er vel sýnileg Myllutótt og 100 m vatnsrás að
henni frá áveituskurðinum. Ef til vill hefur mylluskurðurinn orðið til
þess að áveitan var gerð þessa leið.
I öllu áveitukerfinu var það Heimabláin, sem að bestu gagni kom.
Hún var nýtt til slægna árlega fram yfir 1945. Var grasgefin og greiðfær
og ákaflega heygott engi. Vatn náðist vel af henni, þegar átti að slá
hana. En höfundur þessarar samantektar minnist þess sérstaklega að
svanir sátu oft á blánni á vormorgnum. Þá var nú sungið fyrir allan
heiminn.
Uppi á brekkunni fyrir ofan túnið í Refsmýri var dálítill lóngarður
20 - 30 m og vatni veitt þaðan eftir lítilli rás niður á hólana í tóninu
(seytláveita). Þaðan seytlaði það fram og niður í Heimablá og tengdist
þannig áveitukerfinu. Heimabláin er nú öll framræst og orðin að túni.
Ekki þurfti að byggja nema einn 50 m langan flóðgarð við Heimablána,
frá Langamel að Þvermelahorni, en þar var flóðgátt og skurður frá til
að hleypa vatni inn á Neðriblá og áfram inn í Teig.
2. Neðribláin tók við vatninu frá Heimablánni. Hún var nokkuð
krappþýfð en grasgefin. Ekki var hún oft slegin. Að henni lágu fjórir
lóngarðar og hefur einn þeirra verið nefndur. Mjög lágur garður er
frá Langamel að Hádegismel, 67 m langur og nú orðinn óglöggur.
Síðan var 80 m langur garður með gátt frá Hádegismel að Svarðarhrauni
og að síðustu er 20 m garðstubbur með gátt í sundi milli Þvermela og
Svarðarhrauns. Frá gáttinni við Þvermelahornið liggur 145 m langur
skurður inn í þetta sund. Skurðurinn endaði við dálítið dap (dap er
grunn laut, sem þornar upp í þurrkatíð á sumrin) í sundinu og þaðan
3