Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 107
bjarni halldórsson
Minnisstæðar stundir
Höfundur þessara minninga, Bjarni Halldórsson Akureyri, var fæddur á Urriðavatni í
Fellum 13. jan. 1892, foreldrar hjónin Halldór Magnússon, skaftfellskur að uppruna, og
Sigurbjörg Snorradóttir frá Fossgerði (Stuðlafossi) á Jökuldal. Bjarni ólst mikið til upp á
Hreiðarsstöðum í Fellum.
Bjarni var í Búnaðarskóianum á Eiðum 1908 - 1910 (tvo vetur) og hélt síðan áfram
námi í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, gagnfræðingur þaðan 1913. Síðan settist hann í
Menntaskólann í Reykjavíken varð að hætta námiþarsamaár vegna sjúkleika í augum.
Hann hvarf þá að barnakennslu og kaupavinnu (m. a. í Möðrudal) um sinn, en stundaði
síðan verslunar- og skrifstofustörf, fyrst verslunarstjóri hjá Sameinuðu verslunum á Arn-
bjargareyri við ísafjarðardjúp en síðan og lengst skrifstofumaður og skrifstofustjóri á
Akureyri.
Bjarni starfaði mikið að félagsmálum á Akureyri, m. a. bindindismálum, íþróttamálum,
stéttarfélagsmálum, kirkjumálum og í Austfirðingafélaginu þar, félagslyndur maður og
átthagakær - „og í mörg sumur varði hann sumarleyfum sínum austur á Héraði,“ segir
EiríkurSigurðsson um hann í minningargrein íDegi. Hann andaðist 11. ágúst 1971. -Á. H.
I
Það var í skammdeginu árið 1897. Heimilisfólkið svaf rökkursvefni
sínum. Við vorum tveir strákar á bænum og lékum okkur alltaf saman.
Eg var 5 ára en hann 6 eða 7 ára. í rökkrinu vorum við vanir að skjótast
út meðan fólkið lagði sig, því það var illa séð ef okkur varð á að ætla
að leika okkur inni í baðstofu. Undanfarið höfðu gengið kuldakaflar
og mikið hafði snjóað, svo stór skafl var fyrir dyrum úti. Við lentum
fram í eldhúsið sem var nokkuð langt frá baðstofunni og löng göng á
milli með tveimur skellihurðum (en svo voru þær kallaðar þegar lóð
eða steinn var hengt í snúru aftan á þær og efri endi snúrunnar festur
í hurðarkarminn að ofan. Lóðið dró hurðina til baka eftir að hún var
opnuð og þá small í).
I eldhúsinu skíðlogaði undir stórum grautarpotti sem var þar á
hlóðum. Fólkið mun hafa verið um 20 manns í heimilinu og þurfti því
stóran pott. Hlóðirnar voru djúpar og víðar og var potturinn skorðaður
með steinflögum beggja megin að framan. Eldabuskan hafði vikið sér
frá, og notuðum við þá tækifærið og tókum eldskörunginn, hituðum