Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 139
MÚLAÞING
137
Starmýri í Álftafirði.
Einhversstaðar á þessu svæði hefur bænhúsið verið til forna. Vinstra megin er Starmýri 2,
í miðju Starmýri 1, og til hægri Starmýri 3.
veggir, sokknir í jörð. Vegurinn mun þá hafa legið um hlaðið á gamla
bænum, en þessir hólar eða þúfur stóðu rétt fyrir neðan traðirnar,
útundan bænum.
STARMÝRI.
Bænhús var fyrrum á Starmýri í Alftafirði, þótt ekki sé nú vitað
hvenær það var. Engar sagnir um það hafa varðveist. Því er næsta
erfitt að geta sér til um hvar það muni hafa staðið, en þó væri helst
að leita þess við elsta bæjarstæðið, þar sem nú er Starmýri 1. Efalaust
leynast heimildir um þetta bænhús í einhverjum gömlum skruddum
eða lausum blöðum á einhverju safninu, þótt ekki séu þær í dagsljósinu
nú.
ÞVOTTÁ.
I kirknatali Páls biskups Jónssonar, frá því um 1200, er sögð kirkja
að Þvottá. Eflaust hefur dvöl Þangbrands kristniboða átt sinn hlut í
því, að kirkja reis þarna eins snemma og raun ber vitni, en hann var
sinn fyrsta vetur á íslandi (997-8) að Þvottá hjá Síðu-Halli, sem þá var
einn ríkasti höfðingi á Austurlandi.
Er mælt, að Þangbrandur hafi sungið messu þegar á 2. degi í tjaldi
sínu. í Kristnisögu er frá þessu greint á þennan veg:
„Hinn næsta dagfyrir Mikjálsmessu, þá létu þeir Pangbrandur heilagt
að nóni; þá var Hallur þar í tjaldinu. Hann spurði: „Hví léttið þér nú