Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 118
116
MÚLAÞING
í kveðjuskyni og var víst kominn til Seyðisfjarðar löngu á undan okkur.
Þennan sama vetur drukknaði Sigbjörn vestur á Önundarfirði.
Við héldum svo austur heiðina. Ýmsar minningar liðinna ára leituðu
á huga okkar, sem bundnar voru við fjallveg þennan. Þarna skammt
frá var Stafdalurinn, þar sem Þórdís Þorgeirsdóttir frá Austdal í Seyð-
isfirði hlaut sín dapurlegu ævilok. Saga af henni er skráð í III. bindi
íslenzkra þjóðsagna Sigfúsar Sigfússonar frá Eyvindará.
Og þarna er Hvíldarmelurinn, þar sem Árni romm fannst dauður
á. Um Árna var vísa þessi kveðin, þegar komið var með lík hans til
Seyðisfjarðar:
Auminginn hann Árni romm
úti varð og deyði,
af erli og víni orðinn domm
uppi á Fjarðarheiði
Þótti þetta strákslega og ekki sæmilega ort. Þáttur af Árna romm
er einnig ritaður í III. bindi ísl. þjóðsagna Sigf. Sigf., af séra Birni
Þorlákssyni á Dvergasteini.
Um nónbil komum við til Seyðisfjarðar. Ekkert óhapp kom fyrir á
þessari leið, aðeins skóþvengur Svövu slitnaði. En í þá daga hafði hver
maður sinn vasahníf og svo auðvitað snærisspotta, þegar lagt var í
ferðalag. Viðgerðin var því auðveld ef eitthvað slíkt kom fyrir.
Esja var enn ekki komin í fjörðinn.
Svava reyndist framúrskarandi ferðastúlka og hinn skemmtilegasti
ferðafélagi.
Við Eiðamenn notuðum tímann vel, það semeftir var dagsins. Fórum
í verslanir og rákum ýmis erindi fyrir sjálfa okkur og aðra, eins og
alltaf fylgir slíkum ferðum. Ýmsir þurftu að fá sitthvað smávegis úr
kaupstaðnum, og reynt eftir mætti að gera öllum úrlausn. En safnast
þegar saman kemur. Baggarnir vildu þyngjast ótugtarlega. Ekki þýddi
að fást um það. Bara að duga sem best. Um kvöldið kom Esja.
Ég skrapp heim í Baldurshaga til Þórarins Benediktssonar fyrrv.
alþingismanns og síðar bankagjaldkera á Seyðisfirði, og konu hans
Önnu Maríu Jónsdóttur. Þar hélt Svava til meðan hún beið eftir Esju.
Eftir ágætar móttökur hjá þeim heiðurshjónum, Þórarni og konu hans,
kvaddi ég Svövu og þakkaði henni fyrir góða danskennslu og ánægju-
legar samverustundir og óskaði henni allra heilla með vikivakakennsl-
una að Laugum og framtíðina.