Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 97
MÚLAÞING
95
10. des. 1908, annað hvort að borga lán sitt í útbúinu eða gefa því
nýja sjálfskuldarábyrgð fjelagsmanna fyrir láninu.“ Bjarni Jónsson
sýsluskrifari á Seyðisfirði sendi kröfuskrá á félagið um kr. 38185,95
frá Dines Petersen stórkaupmanni í Khöfn og tilboð til samninga um
borgun þeirrar skuldar.
„Mjög langar og ítarlegar umræður urðu um kröfur þessar og hag
fjelagsins yfir höfuð, með því að það hafði orðið fyrir stórskaða á
síðustu tveimur árum á vörum sínum og fl. og skuldir manna borgast
mjög illa í ár, svo að útistandandi skuldir höfðu aukist afar mikið og
skuldir fjelagsins við þá, er létu það hafa vörur, þar af leiðandi orðið
mjög miklar.“
Niðurstöður fundarins urðu þær að 1) félagsmenn skyldu panta á
venjulegan hátt þær vörur, sem þeir kysu að fá en 2) söludeildin skyldi
aðeins selja þær vöruleifar, sem til væru, 3) gengið skyldi að því að
innheimta skuldir manna við félagið, 4) ganga eftir undirritun sjálf-
skuldarábyrgðarinnar fyrir útbú íslandsbanka, hámark 60000 kr., 5)
að semja um skuldina við D. Petersen og fara fram á að skuldin yrði
lækkuð „með tilliti til þess, hve mikinn skaða félagið hafði af drætti
hans á sölu ullar þeirrar, er honum var send 1907.“
Sá möguleiki var ræddur, að félagið yrði óstarfhæft ef deildirnar
fengjust ekki til að undirrita sjálfskuldarábyrgð þá, er krafist var. í
því falli var ákveðið að fara fram á ársfrest við hlutaðeigendur til
innheimtu skulda og sölu eigna félagsins. Þá kemur eftirfarandi atriði
fram í fyrsta sinn í bókum félagsins: „Með því að í ráði er að flytja
stöðvar fjelagsins burt af Seyðisfirði, ef það heldur áfram störfum
sínum, ákveður fundurinn að bjóða hinar núverandi stöðvar þess, hús
með lóðarréttindum og stórskipabryggju til kaups fyrir svo hátt verð
sem fáanlegt er. Hæfilegt verð telur fundurinn 40000 kr. en lágmark
verðs 35000 kr.“
Afhendingarmanni var falið að ljúka reikningum ársins 1908 svo
fljótt sem unnt væri og semja fyrir lok janúar „svo glöggt yfirlit yfir
hag félagsins sem framast væri kostur á.“
Akveðið var að fresta kosningum til framhaldsfundar innan skamms.
Framhaldsaðalfundurinn var haldinn 16. febrúar 1909 á Egilsstöðum.
Þar mættu allir stjórnarnefndarmenn, afhendingarmaður og deildar-
stjórar. Formaður lagði fram undirskriftarskjöl úr ölíum deildum fé-
lagsins (ábyrgð). Ákveðið var að panta engar vörur en leita samninga
við lánardrottna og var stjórn félagsins falið að gera þá samninga ásamí
Einari prófasti Jónssyni, sem gaf ekki kost á sér lengur í stjórn.