Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 141
múlaþing
139
Talið er vitað hvar Þvottárkirkja stóð fyrrum, en nú er búið að reisa
fjárhús þar skammt frá.
III
Þá hafa verið talin upp þau 19 guðshús, sem verið hafa í gegnum
aldirnar í Djúpavogsprestakalli, sem nú er, þ.e.a.s. frá Núpi á Beru-
fjarðarströnd að Þvottá í Álftafirði. Áður fyrr (þ.e. frá um 1200 og
fram yfir siðbreytingu, 1550) var þessu öðruvísi háttað. Þá var 1 höfuð-
kirkja venjulega í hverju prestakalli, en bænhúsum og hálfkirkjum
þjónað frá henni.
Ef við reynum nú að horfa í liðna sögu, gæti þessu hafa verið einhvern
veginn á þennan hátt farið. Prestaköllin hafa verið 6 upphaflega: Þvott-
árprestakall (1 sókn, Þvottársókn), Hofsprestakall (3 sóknir, Grenjað-
arstaðarsókn, Hofssókn og Geithellnasókn), Hálsprestakall (1 sókn,
Hálssókn), Engihlíðarprestakall (1 sókn, Engihlíðarsókn í Fossárdal),
Berufjarðarprestakall (1 sókn, Berufjarðarsókn) og Berunesprestakall
(2 sóknir, Berunessókn og Krosssókn). Snemma hefur það svo gerst
líklega, að kirkjan á Krossi hefur verið felld af og sóknin lögð undir
Berunes. Síðan hefur Berunesprestakall lagst til Berufjarðar í tímans
rás, og Beruneskirkju verið þjónað sem útkirkju frá því. Engihlíðar-
prestakall í Fossárdal hefur þá trúlega sömuleiðis fallið til Berufjarðar.
í hinum endanum mætti hugsa sér, að Geithellnasókn muni hafa
lagst til Hofs og Grenjaðarstaðarsókn einnig.
Þegar hér kemur sögunni, eru þær heimildir komnar fram, er vísa
okkur rétta leið. Með konungsbréfi, 1755, er Þvottárprestakall lagt
undir Hofsprestakall, og 10 árum síðar, þann 17. maí 1765, er kirkjan
á Þvottá felld af.
Þegar svo presturinn á Hálsi, er setið hafði þar frá 1809, flosnaði
upp þaðan 1812, var ákveðið með konungsbréfi þann 18. desember
1816 að leggja það prestakall undir Hof einnig.
Berufjarðarprestakall var síðan (ásamt Berunessókn auðvitað) lagt
undir Hof, með landshöfðingjabréfi þann 16. nóvember 1907.
Presturinn, er hafði setið á Hofi lengst af, flutti á Djúpavog árið
1905, og hefur prestssetrið verið þar síðan.
IV
Það er talið, að hinir fyrstu landnámsmenn, er kristnir voru, hafi