Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 152
150
MÚLAÞING
stofur þar heldur minni. Síðar var þar byggður fundarsalur við íbúðar-
húsið, sem notaður var sem danspláss í mörg ár.
Birnufell er í miðri sveit, og þar varð því fljótlega umsetnasti sam-
komu- og fundarstaður fyrir alla sveitina. Þar var fyrsta reglulega þorra-
blót Fellamanna haldið, á þorradaginn veturinn 1915. Þá var húsið
ekki fullþiljað og vítt til veggja þess vegna. Þetta voru mikil viðbrigði
úr gömlu stofunum undir palli, enda var ótæpilega sprett úr spori í
dansinum, sem stóð fram á bjartan dag. Annars skiptust þorrablótin
niður á „steinhallarbæina“ í Fellum, og svo önnur böll. Réði þá mestu,
hvar ballnefndin var í sveit sett, en flest voru þau á Ekkjufelli og
Birnufelli, og veit nú enginn lengur, hvað mörg þau voru.1)
Lengi voru ungmennafélögin driffjöðrin í samkomulífi sveitanna,
ásamt kvenfélögum, og var víst svo um allt land. Ungmennafélagið
Fluginn í Fellum var stofnað 1932 og hélt það fundi sína 3-4 sinnum
á ári. Fundirnir voru vel sóttir fyrstu árin. Aldrei var lengi dvalið við
umræðuefni framsöguerinda, við „skveruðum“ þeim fljótt af eins og
nú er sagt, og síðan var tekið til óspilltra málanna við dansinn. Voru
allir fundarmenn því ævinlega sammála, enda voru fundirnir ekki síður
til þess, að unga fólkið ætti kost á að koma saman og skemmta sér.
Gat sú kynning stundum orðið ástríðufull. Eftir einn ungmennafélags-
fund í Fellum, kvisaðist, að þar hefðu verið fjögur kærustupör og þótti
frægt. Virðist sem mikil gróska hafi verið í lífi sveitarinnar á þessum
árum.
Ef veður varð ófært ballnóttina, var ekki um annað að gera en bíða
þess að veðrið gengi niður. Ballinu var þá bara haldið áfram, með
smáhvíldum, eins og ekkert hefði í skorist, og engin þreytumerki sáust
á fólkinu. Man ég þess dæmi, að dansað hafi verið alla nóttina næstu
og fram á dag, héldist bylurinn svo lengi.
') Magnús Tómasson frá Friðheimi í Mjóafirði segir frá „Þorrablótsferð fyrir 60 árum“,
úr Mjóafirði upp í Fell í janúar 1922, í Múlaþingi 12. árg., 1982. Þeir Mjófirðingar gistu
hjá frændfólki sínu í Meðalnesi (Sölva og Bergljótu Jónsdóttur) og fóru þaðan að
Ekkjufelli, þar sem þorrablótið var haldið, en um það segir í greininni:
„Þorrablótið var í þetta sinn haldið á Ekkjufelli, og fórum við þangað gangandi nokkur
saman. Þar fór allt vel fram, enda margt fólk og mikil kæti. Ekki þekktum við neitt
fólk annað en samfylgdarfólkið frá Meðalnesi. Þarna var spilað á spil, sérlega mikið
sungið og dansað af feikna fjöri fram undir morgun. Minnir mig fastlega, að eitt skemmti-
atriðið væri kappát, og að sigurvegarinn ynni sér það til frægðar að Ijúka hangikjötslæri.
Fannst okkur allt þetta vera ágæt skemmtun, enda áttum við ekki þorrablótum að
venjast í Mjóafirði. Húspláss var einnig tiltölulega rúmgott til skemmtanahalds. Komið
var undir morgun er við fórum til baka í Meðalnes og vorum þar næstu nótt.“