Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 54
52
MULAÞING
dalnum í Fljótsdal: Víðivallabæina, Klúku, Sturluflöt og ef til vill Arn-
aldsstaði og Þorgerðarstaði, sem eru austan í Múlahlíðum. Erindrekst-
ur Sæbjarnar og Jónasar varð til þess að fundur var haldinn á Hrafn-
kelsstöðum næsta vor.
15. apríl 1884: „Fundur haldinn hér um verslunarsamtök. Félags-
menn gjörðust Sæbj., Einar á Víðivöllum, Þorst. í Vvg., Helgi á
Glúmsst., Vilhj. Þuríðarst., Jónas á Bessast., Jón í Brekkug., Páll í
G-gerði - alls 8. Von er á í félagið Jóni á Melum og Halla á Flöt.
Félagið hefir nú ráð á ca. 4500 pd. ull og 2200 pd. tólg og væntir að
hafa alls 9000 - 10000 pd. Samþ. var: Öll vara skal vera vönduð, útlend
og innlend. Lán fáist til hausts svo félagsmenn geti flutt nauðsynjar
sínar í sumar. Öllum skuldum af beggja hálfu, kaupmanns og félags,
skal lokið næsta haust. Allt skal þá vera skuldlaust að menn séu frjálsir
á næsta sumri. Skuldum skal lokið með peningum eða fje á hausti eða
innskriftum, sem kaupmaður tekur gildar. Formenn kosnir: Sæbjörn,
Jón í Br-gerði og Jónas.“ Athugum nú, hverjir þessir menn voru.
Einar (6342) var bróðir Jónasar á Bessastöðum, Þorsteinn (1980)
Jónsson var bóndi í Víðivallagerði, Vilhjálmur (12688) Einarsson var
bóndi á Þuríðarstöðum, Jón (6327) Þorsteinsson var bóndi í Brekku-
gerði, Jón á Melum (2004) var bróðir Þorvarðar læknis, Halli (2397)
Snjólfsson var bóndi á Sturluflöt, Helgi (2949) Hermannsson bjó á
Glúmsstöðum og síðar á Langhúsum, en Páll í Geitagerði var Sig-
mundsson og kvæntist Sigríði Magnúsdóttur móðursystur Jóhanns Frí-
manns Jónssonar. Fluttu þau frá Geitagerði að Meðalnesi í Fellum og
þaðan að Mýnesi í Eiðaþinghá.
Hér hefur nú verið gjörð stutt grein fyrir þeim mönnum, sem mega
teljast frumherjar verslunarsamtaka í Fljótsdal. Lítum svo á næstu
tilvitnanir:
/. maí 1884: „fundur haldinn að Ormarsstöðum 1. maí. Talað um
verslunarsamtök og samþykkt að reyna útgröft á Lagarfljótsós."
7. júní: „Jónas kom nú með bréf frá Þ. lækni um verslunarfjelags-
samtök á Úthéraðinu.“
14. júní: „Tryggvi Gunnarsson fær verslunarfjelagið í ár.“
Við sjáum á þessum tilvitnunum að miklar ráðagerðir hafa verið á
döfinni á Héraði þetta ár. Þarna voru stórhuga menn vitandi um sam-
takamátt.
Skyggnumst þessu næst í annál ársins 1884 í dagbókum Sæbjarnar:
„ - Fjelagsskapur var gjörður til verslunar og tóku sig saman til þess
flestallir skuldlausir bændur í Héraðssveitum og buðu fram verslun