Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 64
62
MÚLAÞING
greinar, sjáum við að þeir, sem þar eru taldir upp, búa í þessum þremur
hreppum, flestir þó í Fljótsdal. Þessir menn höfðu líka hraðar hendur
á að endurvekja fjelagið. Það skiptast greinilega á skin og skuggar á
næsta ári.
19. febr. 1888: „Nú er brjef komið frá Sæmundsen og segir hann að
Slimon hafi brugðist sjer með lánveitinguna.“
22. febr: „Fundur á Klaustri um lánveitinguna. Slimon neitaði um
lán. Ályktað að leita fyrir um nýtt lán. Sæmundsen er erlendis af hálfu
fjelagsins.“
30. apríl: „Lauslegar frjettir en ljótar frá sjávarsíðunni. Sagt að
„Miaca“ hafi brotnað í ís út af Vöðlavík og hleypt þar upp. Á honum
er sagt að hafi verið J. Bergsson og Johansen - báðir með vörur til
pöntunarfjelaganna hjer á Hjeraðinu. Eptir þessari sögn eru þær vörur
ónýtar, þar eð sagt er að sjór gangi út og inn um skipið.“
Og nú er komið að því að gera grein fyrir Ottó Wathne, hinum
mikla dugnaðarmanni. Hann átti um þetta leyti tvær verslanir á Aust-
fjörðum, aðra á Fáskrúðsfirði, hina á Seyðisfirði og hafði gufuskipið
„Miaca“ til að flytja vörur fyrir þær og í þessari ferð var hann líka
með vörur fyrir Pöntunarfélag Héraðsmanna. Þeir sigldu frá Fáskrúðs-
firði 26. apríl og ætluðu til Seyðisfjarðar, mættu ís á móts við Norðfjörð
og komust aldrei lengra. Leki kom að skipinu og sneru þeir þá við.
Hleyptu þeir í gegnum ísspöng og kom þá meiri leki að skipinu og var
ákveðið að stíma á land vegna hættu á ketilsprengingu. Gerðist margt
í einu, skipið rann á klöpp utan við Vaðlahöfn, langflestir duttu um
koll á þilfarinu og um leið varð ketilsprengingin. Allir komust í land
án þess að nokkurn sakaði. Ottó Wathne kom síðastur upp á klöppina,
sneri sér við og sagði: „Far vel, Miaca.“ Miklu af vörunum var bjargað
og selt þar, 3. maí. Héraðsmenn komust því ekki í strandið til að gera
„góð“ kaup.
En Ottó Wathne og bræður hans koma mjög við sögu uppbyggingar
á Seyðisfirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Þeir voru norskir, miklir
atvinnuveitendur og höfðu fleiri skip í förum með verslunarvörur og
síld, þegar hún veiddist. Við lítum aftur í dagbækur Sæbjarnar:
11. maí 1888: „Pöntunarfjelagsfundur á Bessastöðum. Úttekt fjelags-
manna verður nál. 12000 kr. og tala sauða sem lofað er 730 auk ullar,
sem ekki er látin mikil hjer úr hreppnum vegna skulda.“ (Fljótsdalsdeild).
22. maí: sendur [sr.] Sigurður á Seyðisfjörð. Menn fara nú þangað
til kaupmanna, því ferðirnar með pöntuðu vörurnar með „Miaca og
Thyra“ mistakast og bændur geta fæstir beðið lengur.“