Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 170
168
MÚLAÞING
fátækur náttúruunnandi og hafði fátt til upplyftingar. t>ó átti hann til
að bregða sér á Eskifjörð seinni part sumars og á haustin, greip þar í
spil með góðvinum sínum og þeir tóku lagið og gerðu sér glaðan dag.
Stunduðuð þið ekki bjargsig til að ná í eggin?
Nei, það get eg varla sagt. Við fórum þó lítilsháttar í handvað. Eg
vissi svona aðeins hvað það var.
Það hefur þá víst komið sér vel að vera ekki lofthrœddur.
Já, það kom sér vel, en fyrst þú minnist á lofthræðsluna má geta
þess að Sandvíkurskarðið var svo bratt og hátt að sumir ókunnugir
fundu til lofthræðslu þar. Skarðið var hinn versti þröskuldur. Sandvík-
ingar ruddu hestagötu þar - í þegnskylduvinnu held eg. Þessar götur
voru snarbrattar og hlykkjuðust upp hlíðina og efst eru klettarákir.
En norðan í skarðinu er brött urð með stórgrýtisklungri. Á veturna
var bæði snjóflóðahætt í þvf og varasamt vegna harðfennis. Það var
fært með lausa hesta á sumrin, en varla með burð svo neinu nam.
Nú líður að hausti.
Fyrsta gangan var 20. september og gengið sama dag í Vöðlavík og
eins fyrir norðan skarð. Það var lagt af stað fyrir allar aldir og réttað
síðdegis. Daginn eftir komu Vöðlavíkurmenn og suðurbæingar og sóttu
fé sitt, en Sandvíkurfé gekk langmest í heimalandi. Réttir voru tvær
aðallega, á Seli og Parti.
Sláturfé var tekið úr og þá var fyrir höndum langur rekstur í kaupstað
- yfir Kerlingarskarð (það skarð var alltaf farið með sláturfé, ekki
Sandvíkurskarð) og síðan eftir allri strandlengjunni til Neskaupstaðar,
farið inn fyrir Viðfjörð, út fyrir Viðfjarðarnes, inn fyrir Hellisfjörð,
og áfram sem leið lá yfir Götuhjalla í Norðfjarðarsveit og þaðan síðasta
spölinn út og yfir leirurnar þar sem flugvöllurinn er nú. Þessar rekstrar
tóku tvo daga, síðan slátrun um einn og hálfan dag. Svo var farið að
hugsa til heimferðar. Þá var fenginn mótorbátur og í hann dembt
slátrunum og öllum vetrarbirgðum af öðrum vörum og flutt fyrir Horn,
inn til Sandvíkur og skipað upp á Skálunum, því ekki var fært nema
á smábátum að klöppunum. Þaðan var allt flutt á hestum heim.
Urðu ekki slys í sjóflutningum til Sandvíkur?
Nei, sem betur fer held eg að það hafi aldrei orðið, a. m. k. ekki
síðustu árin eða áratugina. Eg get ekki munað að eg hafi neins staðar
heyrt getið um slys á fólki í þessum ferðum yfir fjallið eða á sjónum.
Aftur á móti hafa margir bjargast úr sjávarháska í Sandvík.
í Sveitum og jörðum standa þessar setningar: „1910 strandaði frönsk
skúta við Gerpi, allir björguðust. 1932 5. febr. strandaði enskur togari