Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 80
78
MÚLAÞING
lega orðið vart á íslandi, t. d. kom upp næmur fjárkláði á bænum
Eyjaseli í Jökulsárhlíð veturinn 1883 - 1884. Sést það í dagbókum
Sæbjarnar Egilssonar, yfirliti ársins 1884.
Alvarlega bliku dró á loft snemma árs 1892 er Bretar settu innflutn-
ingsbann á nokkur lönd, þ. á m. ísland. Danska stjórnin, umboðsmenn
kaupfélaganna og fleiri fengu banninu aflétt fljótlega af Islandi. Sæ-
björn Egilsson segir, að pöntunarfélagið hafi sent út 3160 fjár haustið
1891, fengið 15 kr. að meðaltali fyrir hvern sauð en haustið 1892 hafi
félagið sent út nærri 4000 fjár og salan hafi orðið mjög slæm, 7-14
kr. fyrir hverja kind, auk þess sem pöntunarfélagsmenn voru gerðir
afturreka með nærri 600 fjár, sem Coghill vildi ekki taka.
Sauðirnir voru fluttir lifandi á skipum til Englands og beitt þar á
fóður-rófnaakra til að fita sig eftir sjóvolkið og endurheimta kjötgæðin.
Vegna aukinnar áburðarnotkunar framleiddu bændur í Norður-Eng-
landi og Skotlandi fóðurrófur langt umfram þörf og brugðust við að-
stæðum með því að kaupa fé á mörkuðum erlendis, flytja það til
Englands og fóðra á annars ónýttum rófum í skamman tíma áður en
því var slátrað. Kjötframleiðsla Breta sjálfra fullnægði ekki eftirspurn
frá því á fyrri hluta 19. aldar því fólksfjöldinn jókst stöðugt í borgunum.
Kælitæknin var lítil svo að Bretar urðu að flytja búfé lifandi til landsins
og slátra því þar.
En árið 1896 settu Bretar lög sem bönnuðu innflutning búfjár frá
íslandi, nema í sóttkví. Eftir það varð að slátra sauðunum strax og þeir
komu í land. l’eir máttu ekki bíta strá í Englandi og þaðan af síður
sparða á enska grund, hversu þvældir sem þeir voru eftir sjóvolkið. Þeir
máttu aðeins vera í sóttkví og þeim varð að slátra sem allra fyrst. Þess
ber að geta að innflutningsbannið kom ekki til framkvæmda fyrr en árið
1897. Þarna varð nærri 40% verðfall, íslenskum bændum sá hnekkir í
markaðsmálum að þeir hafa sjaldan lent í annarri eins kreppu. Sannaðist
þá að íslenskir bændur höfðu flotið sofandi að feigðarósi í sölumennsku
sinni með því að koma ekki upp dýralæknisembætti eða harðara eftirliti.
Stjórnvöld hefðu ekki síst átt að gera sér grein fyrir þessu.
Stjórn pöntunarfélagsins skrifaði L. Zöllner og bað hann að hlutast
til um undanþágu hjá breskum stjórnvöldum og Eiríkur Magnússon í
Cambridge fékk danska sendiherrann í Bretlandi til liðs við íslendinga
en allt kom fyrir ekki. Breska konsúlnum á Islandi var kennt um
hvernig fór, af því að hann hafði tilkynnt um kláða í íslensku fé. Hlaut
hann mikla beiskju fyrir, sem er skiljanlegt þar eð kláði var afar sjald-
gæfur í íslensku fé, þótt hans yrði aðeins vart.