Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 98
96
MÚLAÞING
Endurskoðendur voru kjörnir Guttormur Vigfússon og Þórarinn
Benediktsson fyrir reikninga ársins 1908. Halldór Stefánsson var kosinn
formaður, Sigurður Jónsson í Hrafnsgerði varaformaður og Björn
Hallsson meðstjórnandi. Þá var stjórn félagsins falið að ráða mann til
að innheimta útistandandi skuldir félagsins og að selja vöruleifar þess.
Álykta veður að á þessum fundi hafi félagið raunverulega verið lagt
niður. Stefnan virðist hafa verið sú að láta félagið hætta með sem allra
minnstum halla fyrir kröfuhafa og félagsmenn. Eftirtektarvert er að
hér hverfur afhendingarmaðurinn, Jón Stefánsson, úr bókum félagsins.
Nýkjörin stjórn hélt svo fund á Seyðisfirði 20. - 25. febrúar. Sam-
komulag varð um að félagið greiddi 25000 kr. af skuld félagsins með
nýrri lántöku út á sjálfskuldarábyrgðarbréf félagsmanna og 3. veðrétti
í húseignum og bryggju félagsins og álitist þar með engum sleppt úr
ábyrgð, sem verið hefði í félaginu. „Bankanum voru afhentir nokkrir
víxlar (15) og verðbréf (frosthússhlutabréf 22 og Gránufjelagshlbr. 1),
er fjelagið átti, víxlana til innheimtu en verðbrjefin að handveði. Bank-
anum var gefið umboð til að selja húseignir fjelagsins fyrir minnst
35000 kr.“
Farið var fram á lA parts afslátt af skuldum við Dines Petersen og
samþykktur var víxill upp í 1. afborgun, kr. 5130 auk kr. 60,55, sem
voru greiddar strax af þeirri skuld. Umboðsmaðurinn, Bjarni Jónsson,
treystist eigi til að slá af skuldinni upp á eigið eindæmi og stjórn félagsins
varð að lofa því að engar verulegar útborganir færu fram á innlendum
innstæðum án þess að hann fengi að vita.
Nú var ráðinn framkvæmdastjóri Ólafur Metúsalemsson með 2500
kr. árslaunum og fríum bústað í húsum félagsins og fjögra mánaða
uppsagnarfresti en hann átti að borga af því alla aðstoð við sölu
varnings, reikningshald og innheimtu skulda er honum var falið að
hafa á hendi.
Stjórnin hélt fund í Hrafnsgerði 19. sept. 1909. Skuldir félagsmanna
og annarra voru til umræðu og framkvæmdastjóra falin innheimtan og
að stefna þeim mönnum, sem ekki hefðu innt af hendi greiðslu á næstu
haustkauptíð. Ákveðið var að taka haustvöru á sama verði til skulda-
lúkninga og kaupmenn á Seyðisfirði. Félagsstjórnin lýsti yfir vilja sínum
til að lækka lánið við íslandsbankann úr 49000 kr. niður í 40000 kr.
eftir kröfu hans og ákvað ennfremur að stuðla að því að lækka erlendar
skuldir við Bjarna Jónsson umboðsmann eftir kröfu um nálægt 2500
kr. Sauðfé til félagsins átti að afhendast á Seyðisfirði til framkvæmda-
stjóra.