Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 184
182
MÚLAÞING
Þess má geta, að Lokavellir og Lokasteinn eru örskammt fyrir utan
og neðan Rauðalækjarbrúna, og því einnig stutt frá samkomuhúsi
þeirra Fellnamanna, sem jafnan er kennt við Rauðalæk.
Örnefnið Loki hlýtur að leiða hugann að samnefndu goði, Loka
Laufeyjarsyni, sem mikið er sagt af í Eddu Snorra Sturlusonar. Mætti
hugsa sér að steinninn hefði verið eignaður þessu goði og jafnvel að
þar hefði það verið dýrkað. Með hliðsjón af sögnum Snorra-Eddu
verður það þó að teljast heldur ósennilegt, þar sem Loki er ýmist látinn
vera eins konar trúður eða rógberi og jafnvel hálfgerður illvættur meðal
guðanna.
Þetta útilokar þó engan veginn að Loki hafi verið dýrkaður, á ein-
hvern máta, því jafnvel sjálfur Satan kristinna manna, hefur orðið
þeirrar náðar aðnjótandi, og þeim svipar vissulega saman, Loka og
honum.
Það er e. t. v. ekki tilviljun, að samkomuhús rís fast við Lokavelli,
(sem meira að segja varð frægt fyrir gleðskap fram úr hófi). Lokavellir
hafa eflaust verið hentugur samkomustaður. Þar var „fagur flötur“
segir Sigfús, og þessi flötur var í miðri sveitinni, raunar ekki fjarri því
að vera á Héraði miðju, og þó ekki nálægt neinum bæ.
Vitað er að skógur var á Hreiðarsstöðum og Meðalnesi, langt fram
eftir öldum, og þá hefur þarna verið skjólsælt og fagurt rjóður, með
sérkennilegum, oddmjóum steini í miðju, sem hentugt var að dansa í
kringum og viðhafa ýmsar serimóníur, þó ekki þyrftu þær að vera
alvarlegs eðlis, fremur en Loki sjálfur. í því sambandi má geta þess
að Loki kemur alloft fyrir í vikivakakvæðum og fornum dansþulum.
Anders Bœksted (1986) skrifar margt fróðlegt og skemmtilegt um
Loka karlinn og segir m. a.:
„Loki er í goðsögunum geysilega flókin vera, og í rauninni er tæpast hægt
að útskýra hann sem afsprengi einnar einfaldrar frummyndar. 1 raun og veru
er hæpið að álíta hann eina persónu, hann er ýmist hinn versti fjandmaður
goðanna, eða slunginn aðstoðarmaður eða meinlaus háðfugl.“
Og ennfremur:
„Ekki er unnt að benda á nein merki þess, að goðið Loki hafi nokkru sinni
tengst trúarlegri dýrkun og ekkert örnefni bendir til þess, að nokkurs staðar
hafi helgi verið á honum höfð.“ (Goð og hetjur, bls. 174).
Með hliðsjón af öðrum Loka-örnefnum verður það líka að teljast
heldur ósennilegt, að umrætt örnefni tengist guðinum Loka. Þórhallur
Vilmundarson hefur ritað ýtarlega grein um Baldur og Loka í örnefnum
(Grímnir 2. árg. 1983, bls. 5 - 37), og getur þar m. a. um Lokastein