Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 154
152
MÚLAÞING
Þeir Árni, Jón og Bergsteinn höfðu búist við því þá,
að bara hver um sig mundi áhöldunum ná.
Utansveitar samkomuboð sendu þeir svo greitt.
Að sinna eigin borgurum, þeir skeyttu ekki neitt.
Það var líka annað sem ég hissa varð á hreint:
hljóðfærið var ekkert, því draggargan kom seint,
en allir vildu dansa og endirinn varð sá,
að Áskirkjunni rændu þeir hljóðfærinu frá.')
') „Ormarsstaðaballbragurinn" mun vera til í ýmsum gerðum, eins og títt er um kvæði,
sem ganga milli manna og geymst hafa í minninu. I kvæðabók sem Margrét Sigfúsdóttir
á Hrafnkelsstöðum hefur skrifað, er bragurinn þannig:
Ormarsstaðabragur
Á Ormarsstöðum haldið var ógnarmikið „ball“,
á annað hundrað manns var komið á það skrall,
þó ekki væri í fyrstunni útlitið sem best,
af áhöldunum vantaði það nauðsynlega flest.
Þeir Árni, Jón og Bergsteinn höfðu búist við því þá,
að bara hver um sig myndi áhöldunum ná,
og utansveitar samkomuboð sendu þeir svo greitt,
um sína eigin borgara þeir skeyttu ekki neitt.
Svo settust menn að borðum þó engin væri „brútt“,
sveskjurnar og „djörgin", drakk víst með þeim prútt
en vonir manna brugðust og verst af öllu þó,
að vera svona þyrstur þá aðrir hafa nóg.
Eg lái það nú ekki, hvað ljósin voru smá,
en leitt er dans að þreyta í myrkri og rekast á,
og lugtarljós og grútartýru leiddist mönnum sjá,
því lampa hafði í þetta skipti alveg gleymst að fá.
Og svo var það nú annað, þá hissa varð ég hreint,
að hljóðfærið var ekkert og draggargan kom seint,
en allir vildu dansa og endirinn varð sá,
að Áskirkjunni rændu þeir hljóðfærinu frá.
Einar Vilhjálrnsson.
Eftir handriti Margrétar Sigfúsdóttur (Hrafnkelsstöðum), „Gamalt og nýtt". (H. Hg. /
jan. 1988).