Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 86
84
MÚLAÞING
Zöllner hafði talið sig fúsan að hliðra til og veitti þann borgunarfrest
á gömlu skuldinni að 1810 £ yrðu greidd fyrir árslok 1900, 1000 £ fyrir
árslok 1901, 1000 £ fyrir árslok 1902 og 1000 £ fyrir árslok 1903 með
6% ársvöxtum, jafnframt því að hver árspöntun yrði greidd upp. Stjórn
félagsins ályktaði að fela formanni að kanna, hvort hægt væri að fá
20000 kr. lán í Landsbankanum upp á ábyrgð félagsins.
Lántakan var samþykkt á fundi stjórnar og deildarstjóra á Egilsstöð-
um á Völlum þann 21. júlí um sumarið, gegn persónulegri sjálfskuld-
arábyrgð allra fundarmanna. Skyldu þeir fá veð í öllum eignum félags-
ins sem gagntryggingu, en hver deild ábyrgjast hana með sólidariskri
samábyrgð allra deildarmanna. Aðalfundur ársins 1900 var svo haldinn
21. og 22. nóvember á Egilsstöðum. Félagsstjórn var endurkjörin ásamt
afhendingarmanni, svo og endurskoðendur bræðurnir Guttormur og
Sölvi Vigfússynir. Laun afhendingarmanns og félagsstjórnar voru
ákveðin þau sömu og á sl. ári. Samþykkt var að félagið ábyrgðist 65
aura fyrir pundið af því smjöri, sem sent var til útlanda á árinu. Virða
skyldi öll áhöld félagsins fyrir næstu áramót.
Ekki var umhorfið glæsilegt á þrepskildi nýrrar aldar, þótt skáldin
reyndu að yrkja hressilega. Þetta ár fluttu 725 persónur frá íslandi til
Ameríku og 677 tveimur árum síðar. Utflutningnum Iinnti ekki fyrr
en 1905 og eftir það fóru aðeins nokkrar persónur miðað við fjöldann
áður. Jón í Múla hvarf frá pöntunarfélaginu á næsta ári og gerðist
umboðsmaður Zöllnersverslana en tengdasonur hans Jón (6358)
Stefánsson „Filippseyjakappi“ tók við afhendingarstöðunni, kosinn á
aðalfundi 1901. Sóttu tveir á móti honum um stöðuna, Hermann Jón-
asson á Þingeyrum og Kristján Blöndal á Sauðarkróki. Aðalfundurinn
var haldinn á Egilsstöðum. Þar var m. a. skýrt frá því, að L. Zöllner
hefði gjört hinum íslensku pöntunarfélögum tilboð um að gjörast hlut-
hafar í umboðsverslun sinni hér á landi. Yrði hún þá sjálfstætt hluta-
félag. Var Björgvin Vigfússyni á Hallormsstað og Sigurði Einarssyni
í Mjóanesi falið að íhuga málið með þriðja manni, sem þeir sjálfir
kysu. Að vori skyldi athugað, hvort tiltækilegt væri að flytja út lifandi
fé á næsta ári og þá með stærri og betur útbúnum skipum. Samþykkt
var að panta vörur hjá Zöllner áfram og einnig var samþykkt tillaga
frá Jóni Bergssyni um að þeir sem vildu gætufengið vörur sínar afhentar
hjá Carl D. Tulinius á Búðareyri í Reyðarfirði. Hafði Tulinius boðið
húspláss fyrir vörurnar endurgjaldslaust næsta ár. Er þetta í fyrsta
skipti, sem Reyðarfjörður (Búðareyri) er nefndur í sambandi við versl-
un Héraðsmanna, síðan einokunarverslun hætti í Breiðuvík í Helgu-