Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Qupperneq 149
múlaþing
147
Einhvern tíma upp úr fyrsta tug þessarar aldar fóru menn að blóta
þorra. Á Héraðinu liðu mörg ár frá fyrstu blótunum, þangað til allar
sveitirnar tóku upp þann heiðna sið. Fellamenn voru meðal þeirra
fyrstu sem tóku upp blótin hér, en sagt er að samsíðingar þeirra,
Vallamenn, hafi fyrr gert veislu mikla á fyrsta þorradag, sem kölluð
var þorrablót.
Fyrsta þorrablót Fellamanna fór fram að Skeggjastöðum um þorra-
komu árið 1910, og stóðu bændur og húsfreyjur í Framfellum fyrir því.
Voru til nefndir Brynjólfur Bergsson bóndi í Ási, Sigurður Jónsson
bóndi í Hrafnsgerði og Jarþrúður Einarsdóttir ekkja og húsfreyja á
Skeggjastöðum. Á Skeggjastöðum var þríbýlt og fór blótið fram í
hinum rúmgóða bæ bændanna þar, sem var að heita mátti sambyggður.
Ekki urðu þorrablótin í Fellum árviss fyrr en eftir 1914, og var þó
ekki blótað, ef bóndi eða húsfreyja önduðust um haustið eða fyrri part
vetrar. Mörg fyrstu árin var fyrsti þorradagur ákveðinn blótsdagur, en
síðar færðist þetta á allar helgar þorra. Dæmi voru til þess, að blótað
var á þorraþrælinn. Enn lifa þorrablótin góðu lífi í Fellum, voru og
eru vel sótt. Kom fyrir að bæirnir tæmdust þorrablótskvöldið, þar sem
einungis átti heima fullorðið fólk.
Lengi framan af var ekkert haft til skemmtunar á þorrablótum nema
dans, og þá skemmtun lagði hver og einn til. Einlægt var þó byrjað
að setjast til borðs. Virtist matarlyst fólksins næstum með ólíkindum
góð, og einn bitinn gerir annan sætan, hangikjöt, kartöflujafningur og
flatbrauð með smjöri og kaffi á eftir, var í mörg ár matseðillinn þar í
sveit.
Danspláss varð ágætt í Fellum eftir að steinhúsin risu, en þau voru
byggð hvert af öðru eftir 1907. Dansað var í tveimur stofum allrúmgóð-
um, og rúmgóðir gangar voru fyrir þá sem vildu horfa á.
Ræður voru lítið fluttar á gömlu þorrablótunum í Fellum, og þá
mjög stuttar og lítið sem ekki sungið. Andrúmsloftið var blandað ryki
er þyrlaðist upp, þegar dansfólkið hoppaði á gólfborðunum, kannski
allt saman í einu.
Áfengi þekktist varla á böllum í Fellum, fyrr en menn komust upp
á lagið með að gerja öl, kringum 1930. Var sá bjóriðnaður hingað
kominn úr öðrum landshlutum, líklega frá Norðurlandi. Eimuðu sumir
ölið, og varð þá til'sá alkunni „landi“, sem flæddi yfir byggðir meðan
aðeins fengust Spánarvín í búðunum.
Mörg herbergi voru í þessum húsum, sem voru ágætir griðastaðir
fyrir eldra fólk, sem spilaði saman í mörgum partíum og átti þaö helst