Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 209
MÚLAÞING
207
sögu mína, tók þó fram að eg væri alveg þurrbrjósta. Sjálfsagt hef eg
ekki vaxið í áliti og óvíst að mér hafi verið trúað, það gerði lyktin.
Þar sem eg kom var alls staðar sama sagan, menn hölluðu sér að
hnakknum aftanvert og teyguðu lykt af lend Grána og töskunni. Þarna
sannaðist sem oftar að menn verða að láta sér nægja lyktina af réttunum.
Eitt sinn er við vorurn að leggja af stað frá Seyðisfirði sé eg eitthvert
hrúgald frammi á bryggjuhausnum við Framtíðina. Eg geng þangað
og sé að þetta er einn félagi okkar sem lá þar á maganum með höfuðið
fram af bryggjunni og kallaði á „Eyjólf“.
„Hver fjandinn er að þér maður?“ spyr eg og kippi í hann, „ætlarðu
á sjó?“
„Það gaf maður mér að súpa á víni og mér varð svona illt, og svo
vildi eg ekki sóða út bryggjuna.
„Mér þykir þú verða orðinn borgaralegur, vertu nú bara til altaris
hjá mér og svo skulum við fara að láta upp.“ Hann hafði mín ráð,
hresstist fljótt og síðan lögðum við á og létum upp.
Þá var eftir að kveðja kaupmanninn og við orðnir morandi í hrossa-
móðu. Við skeyttum því samt engu eða hugðum ekki að.
Þegar á kontórinn kom þáði eg mitt staup og kvaddi. Þá virtist félagi
minn allt í einu taka eftir því hvernig hann var verkaður og fer í óða
önn að dusta sig allan, svo ský virtist myndast um kaupmann. Eg hljóp
á dyr til að skella upp úr, en ekkert held eg að Sigurður hafi sagt,
enda orðlagt prúðmenni.
Síðasta kaupstaðarferðin sem eg fór var dálítið söguleg þótt fátt eitt
verði af henni sagt hér. Þá var eg eftir á Seyðisfirði og fór þar í
sláturhúsvinnu um tíma. Eg gekk í matarfélag sem frændur mínir Borg-
firðingar, sem þar voru í vinnu, höfðu myndað.
Þá hafði Framtíðin byggt nýtt verslunarhús og gamla Framtíðin var
höfð fyrir sláturhús og geymslur, og nú bjuggum við þar sem kontór-
arnir höfðu áður verið. Eg og annar vorum kosnir til að stýra innkaup-
um í matarfélagið og gekk þar á ýmsu.
Aðalmaðurinn sem undir var að sækja hét Jóhann Sigurðsson og
búinn að vera tugi ára við félagið, alltaf kallaður Jói Sigurðs.
Jói var ágætur þegar maður hafði lært á hann, alltaf önugur og snúinn
og sagði mönnum að fara í helvíti ef orði hallaði. Maður gegndi því
nú litlu, svaraði jafnvel í sama dúr. Þá skellihló karl og var hinn besti
á eftir.