Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 156
154
MÚLAÞING
og var hann breiddur út til þurrks í hvammi nokkrum alldjúpum hjá
læk þeim er Svínalækur nefnist ofan við Alfaborg. Ekki sést í hvamminn
úr þorpinu.
Dag nokkurn fór Margrét þangað sem svörðurinn var til að hagræða
honum eitthvað til þurrks. Er hún hafði verið þar um stund varð hún
þess vör að slæðingur af Bakkagerðiskúnum kom þar að. Þetta var á
þeim árum er nær allir þorpsbúar áttu kýr, svo að þetta var heilmikill
hópur og ekki gott að fá hann í svörðinn að troða hann sundur. Varð
hún þess fljótlega vör líka að með kúnum var tarfur sem einn útgerð-
armaðurinn í þorpinu átti. Var boli sagður meinlaus og átti því Margréti
engin hætta af honum að stafa þótt hann gengi laus. Hún hafði haft
með sér poka er hún tíndi í þurrustu skánarnar sem hún fann og ætlaði
að bera heim með sér þegar hún hætti í sverðinum. Fór nú Margrét
að heyra eitthvert uml í bola og var rómurinn dimmur og drafandi.
Og skyndilega sér hún hvar tarfurinn kemur æðandi í áttina til hennar
með hausinn undir sér, bölvandi og froðufellandi, og hann ræðst að
henni af mikilli heift. Átti Margrét sér engrar undankomu auðið.
Margrét var ótrúlega kraftagóð, því höfðu menn veitt eftirtekt. í
fiskihúsi Þorsteins kaupmanns Jónssonar var klyfjarþungt (100 punda)
lóð. Þetta lóð hafði hún oft tekið upp á litla fingri og fært úr stað er
hún var þar að vinnu. Ekki var hún þó stór eða tröllsleg að útliti, mun
naumast hafa verið að meðallagi að stærð, en hún var röskleg stúlka,
einbeitt og viljasterk.
Margrét átti ekki annarra kosta völ en að reyna að verjast árásum
nautsins meðan henni var unnt. Tók hún því á móti því og sneri það
niður þegar í fyrstu lotu. Gekk þetta þannig alllengi, að hún sneri
niður nautið jafnharðan og það réðst að henni. Enginn veit nú hve
lengi þessi viðureign stóð eða hversu oft hún sneri bola niður, en hann
réðst jafnharðan að henni er hann hafði brölt á fætur.
Þegar þetta gerðist var Margrét orðin sýkt af brjósttæringu, og þar
að auki var hún vanfær. Er því undravert að hún skyldi geta varist
mannýgu nauti jafnlengi og hún gerði. Samt kom þar að hún tók mjög
að mæðast og fór að ganga upp úr henni blóð. Varð henni þá litið til
lækjarins og tók eftir því að á einum stað var lækjarbakkinn brattari
og krappari en annars staðar. Kom henni þá til hugar, að gæti hún
komið nautinu þar í lækinn gæfist henni ef til vill tóm til að forða sér.
Lét nú Margrét með vilja viðureignina berast að læknum og tókst henni
að slengja bola í hann. Vildi þá svo vel til að hann lenti þversum í
lækinn og skorðaðist á milli bakkanna. Varð bola nú óhægt um vik að