Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 202

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 202
200 MÚLAÞING og varla fyrir þá sem voru vel efnum búnir og jafnvel áttu inni. Fyrir unga menn var það sálkitlandi að standa frammi fyrir kaupmanninum í þeim erindagjörðum. Þessir menn höfðu í huga konu og bújörð með láns- og leigukjörum, en skorti peninga til að komast í gang. En þarna stóð „andanæfurinn“ í kúnni, eins og maður einn sagði, sem var að byrja að læra ensku og flestir munu hafa farið bónleiðir til búðar. Eftir lýsingu á búðinni mundu einhverjir freistast til að halda, að sumir hefðu afgreitt sig sjálfir þótt sjálfsafgreiðsla hefði þá ekki enn stungið upp höfðinu. Sjálfsagt var þetta hægt en ekki fór sá orðrómur hátt. Þó var hvíslað á þökum uppi um einstaka menn. Það var þó meira í gamni en alvöru. Kannski mætti líka vitna til þess hugsunarháttar, sem lengi hefur í landi legið og ef til vill ekki að ósekju, að sú synd væri annars eðlis að misgrípa sig hjá kaupmanni en öðrum. Og segja má að væru þessi grip framin af snilld var ekki lögð þúst á slíka menn. Einn mann þekkti eg, sem mest líktist „Gottsvin gamla.“ - Maður þessi snaraðist einu sinni inn í Framtíðina og sagði við búðarmanninn: „Heyrðu vinur, nú vantar mig eiginlega góð stígvél í haustvolkinu.“ „Hér höfum við príma stígvél" og krækti ein niður úr loftinu. Hinn fór í stígvélin og hreyfði sig úr stað. „Já, þessi passa mér og virðast ágæt. Tek þau samt ekki fyrr en eg fer.“ Ös var í búðinni og margt kallaði að. „Eg fer þá úr þeim og bind þau saman,“ kallaði hann til búðarmannsins og snaraðist út á stígvél- unum. Aðalrúsínan var samt eftir. Snemma um veturinn barst versluninni svohljóðandi bréf: „Eg lagði nú upp á leðurskónum því færð var slæm. Þegar heim kom tók eg eftir að mig vantaði stígvélaræflana mína, sem eg hélt eg hefði stungið niður. Nú hafa þau varla týnst á leiðinni, svo eg hlýt að hafa gleymt þeim í skotinu þar sem eg er vanur að hafa farangur minn. Ef þið rekist á þau tekur bréfberinn þau.“ Stígvélin fékk hann með skilum. Aðra „kómedíu“ lék hann einu sinni í Framtíðinni: Það var kauptíð, og vinurinn gekk á fund Sigurðar og ætlaði að fá hjá honum dálítið af peningum. Sigurður seildist til flöskunnar sem stóð við skrifborðið nær þar sem vinurinn sat. Hellt var á staup og stungið út og síðan bar vinurinn upp erindi sitt, en þar var fast fyrir, enda beiðandi enginn bógur. Svarið var því nei og hinn stóð upp, kvaddi og gekk til dyra. Þegar hann hafði opnað er eins og hann ranki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.