Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 120
118
MULAÞING
dulmagni þarna sem seiddi menn í svefn, eða var þetta allt eðlilegt og
skýranlegt frá fræðilegu sjónarmiði. Við verðum víst að halda okkur
við þá skýringu. Enn eitt var okkur Ijóst - sannleiki orðanna: segir
fátt af einum.
Enn var óraleið til byggða, en að vísu svo að segja óslitið undanhald
alla leiðina. Að skilja við Harald þarna kom ekki til mála. Það varð
því að hleypa í sig hörku og hrista hann duglega til. Reyna að fá hann
til að standa upp. Við sáum þó brátt, að ekki dugði nein harðneskja
við Harald. Hann virtist vera fallinn í dvala. Við leystum baggann af
honum, réttum hann upp. Hann gat ekki gengið eða staðið á fótunum.
Við gengum því undir sinn hvorn handlegg hans og bæði bárum og
drógum hann af stað niður Afréttina. Bagga hans bárum við til skiptis.
Svona gekk þetta um stund, þá breyttum við til. Arnbergur tók alla
bagga líklega rúm 100 pund, hafði hann tvo á baki og einn á brjósti,
samanbundna, en ég tók Harald á bakið og bar hann, því að hann bar
ekki lengur fyrir sig fæturna. Haraldur var meðalmaður á hæð og
allþrekinn. Líkamsþungi hans virtist alveg ótrúlega mikill, þegar allt
lífsfjör var rokið úr honum. Þannig þumuðumst við niður Afrétt. Arn-
bergur var þaulkunnugur á þessum slóðum. Hann vissi rétta stefnu á
fossinn í Innri-Lambadalsá, sem var nokkru neðar, en sást ekki frá
okkur.
Allar ár og lækir voru undir snjóþekju. Okkur kom til hugar að
reyna að komast með Harald niður að fossinum, og freista þess að ná
þar í vatn til þess að dreypa á hann, ef ske kynni að hann hresstist
eitthvað við það. Við sáum fram á það, að skammdegisbirtan mundi
endast okkur stutt við þessar aðstæður, og enn var óralöng leið til
byggða. Útlitið var því fremur dapurlegt fyrir okkur, en veðrið hélst
ennþá gott. Þegar við höfðum mjakast þannig áfram með Harald og
baggana, sem við enn ekki höfðum skilið við okkur, í fulla klukkustund,
þá var eins og hann tæki að rakna við. Hann mælti þó ekki orð af
vörum. Ég lét þá Harald síga hægt niður á fönnina. Gat hann þá staðið
á fótunum. Hélt ég annarri hendi utan um hann og reyndi að fá hann
til að ganga. Smásaman fór Haraldur að bera fyrir sig fæturna, og
innan skamms gekk hann óstuddur. Við spurðum hann um heilsuna -
hvað að honum gengi. Hann svaraði því engu, en bað okkur um að
fá sér baggann sinn. Hann fékk baggann. Eftir þetta þurftum við ekki
að hafa áhyggjur af Haraldi, nema þá helst þær, að geta fylgt honum
eftir. Og á undan okkur gekk hann rösklega, það sem eftir var leiðar-
innar heim að Eiðum.