Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 133
múlaþing
131
„Altari gamalt og fornfálegt, sem áður var og ber enn í dag sýnileg
merki Tyrkjanna ránskapar. Er því ráðlegt þessu altari sé ekki brjálað,
svoþettaaldarfólkminnistþvíheldurguðshlífðarogvarðveislu . .
Þegar nú áðurnefnd kirkja á Hálsi var fokin, árið 1892, töldu menn
rétt að staldra aðeins við og hugleiða það, hvort rétt væri að endurreisa
guðshúsið á Hálsi, eða flytja það út að Djúpavogi. Var að lokum síðari
kosturinn tekinn, og með bréfi landshöfðingja, dagsettu 23. ágúst 1893,
var formlegt leyfi fengið. Þar var svo byggð ný kirkja, sú fyrsta á
staðnum, um haustið 1893.
HAMAR.
í títtnefndri Vilchinsbók (frá 1397) er getið um bænhús á Hamri, og
það sagt liggja undir Hálskirkju.
Árið 1627, þegar Alsírsbúar komu hér, rændu og drápu, fóru þeir
m.a. inn að Hamri.
Var fólk allt þar tekið
höndum, rekið út í
bænhúsið, sem var á
hlaðinu, og lokað þar
inni.
Örnefnið Bænhúss-
tótt, fyrir austan gamla
bæinn á Hamri, minnir
á tilvist þessa
guðshúss. Þarhefurnú
verið byggt fjós.
HOF.
Að Hofi var kirkja
um 1200, skv. kirknatali Páls biskups Jónssonar, og helguð Maríu
guðsmóður.
Árið 1895 var rifin þar kirkja, sem var þá komin að falli sökum
mikils fúa. Ári síðar, 1896, var byggð þar timburkirkja og vígð 27.
september. Smiður mun hafa verið Lúðvík Jónsson, snikkari á Djúpa-
vogi, er reist hafði Djúpavogskirkju um haustið 1893.
Árið 1928 var byggð forkirkja á vesturenda, og turninn færður þangað.
Kirkjan var endurbætt 1954 og voru þá settir í hana bogagluggar og
steyptur undir hana grunnur. Þá var hún múrhúðuð utan, þakið málað
og veggir.
Hamar. við botn Hamarsfjarðar.
Myndin sýnir bæinn Hamar, en þar var bœnhús eitt sinn.
Aftast á myndinni er gamli bærinn, en þar hœgra megin
stóð bœnhúsið, þar sem nú er gripahús.