Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 58
56
MÚLAÞING
hann hefði ekki heldur keypt
Eyjólfsstaði á Völlum, hið væna
góðbýli, sem þá var til sölu. Jón
svaraði: „Hér verða vegamót.“
Annáll Sæbjarnar Egilssonar
í lok ársins 1885 gefur glögga
innsýn í hugarfar bænda á Hér-
aði um þessar mundir. Þar segir
svo:
„Telja má víst að pöntunar-
fjelagsmenn muni hafa mikinn
hag á verslunarskiptunum, því
verðmunur á búð eða við pöntun
nemur lA - lA á vörunni, sem
landsmenn kaupa. Skotar komu
enn í haust og keyptu hjer frá
Lónsheiði að Langanesi sauða-
farm á tvö skip hjer. Tóku fjeð
á skip á Vopnafirði, Seyðisfirði
og Eskifirði, borguðu með peningum og nokkru af vörum, sem þeir
komu með í seinni ferðinni. - Nú er stofnað fjelag á Hjeraðinu til að
selja útlendingum sauði á komandi hausti og fá aptur vöru á næsta
sumri. Sauðaloforð eru um 3000 úr Fljótsdals- Tungu- Fella- Hjalta-
staða- Eiða- Valla- og Skriðdals-hreppum og vörur pantaðar að upphæð
nálægt 120 - 130 smálestum. Forstöðunefndir kosnar, aðalnefnd og
nefnd í hverjum hreppi og ætlast til að hafa Björn Sigurðsson, sem nú
er á skrifstofu Gránufjelags í Khöfn fyrir verslunarfulltrúa í Leith.
Hann hefir fyr verið verslunarstjóri á Eskifirði við verslun J. Magnús-
sonar.
Nýja verslun hefir Tr. Gunnarsson reist í Liverpool (á Seyðisfirði),
sem hefir selt vöru þar fyrir peninga mikið ódýrari en annars staðar
en ekki hefir kornvara verið seld þar. Sú verslun hefir einnig ásamt
pöntuninni orðið keppinautur kaupmanna. Gufuskip fór í sumar inn
á Hornafjarðarós með kirkjuvið til Bjarnaness, þar hefir ekki gufuskip
fyrr komið. Sagt er að Hornfirðingar séu að brjótast í að fá pantaðar
vörur frá Skotlandi og Vopnfirðingar hafa haldið fund ásamt Jökuldals-
og Hlíðarmönnum í sama tilgangi - að brjótast undan einveldi Vopna-
fjarðarverslunar. í flestöllum kaupstöðum austanlands, S-firði og
E-firði var kornlaust þegar í sumarverslunartíð og aftur fyrir lok haust
Jón Bergsson Egilsstöðum.