Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 65
MÚLAÞING
63
Pöntunarfélagið er sýnilega vörulaust vegna strandsins. Óvíst er hvað
kom fyrir hitt skipið. Líður nú fram til hausts án þess að nokkuð
frekara sé að finna um pöntunarfélagið eða viðskipti Héraðsmanna.
10. okt. 1888: „Nú tók Slimon á sitt skip fje og hesta, féð 3100.“
13. okt: „Nú var rekið út í „Sumatra“ nær 5000 af sauðfje, sem á
að seljast í Englandi.“
14. okt: „voru reknir - 80 hestar í „Sumatra“.“
15. nóv: „í dag var ég á fundi Pöntunarfjelagsins á Ketilsstöðum.
Fundi var slitið kl. 12 um nóttina. Teknar aptur í fjelagið þær hreppa-
deildir sem gengu frá því í fyrra og eru nú í því Fljótsdals-, Fella-,
Tungu-, Jökuldals-, Hlíðar-, Hjaltastaðaþinghár-, Eiða-, Loðm.fjarð-
ar- og Skriðdalsdeild. Bréf frá borgara O. Wathne lesið upp. Hann
býðst til að byggja hús við Lagarfljótsós og flytja þangað nauðsynja-
vöru, ef hann eigi þar von á verslun. Borgun ætlar hann að taka í
lifandi fje, hestum og ull. Gjörður að þessu góður rómur.“
Við sjáum að Ottó Wathne var ekki af baki dottinn þrátt fyrir áður
umgetin óhöpp. Þingmenn Norðmýlinga, Þorvarður Kjerúlf og Bene-
dikt Sveinsson, komu því til leiðar að norskur verkfræðingur, Hovde-
nak, kannaði Lagarfljótsós árið 1882 og fengu þingmennirnir ósinn
viðurkenndan sem verslunarhöfn á Alþingi árið eftir. Tryggvi Gunnars-
son hafði skoðað ósinn 1884 og litist hann fær. Sama virtist Ottó Wathne
1888. Ahugi reis fyrir vöruflutningum á ósinn, tilraunir voru gerðar en
allt slíkt reyndist bannsett baks og endaði með manntjóni í lok aldar-
innar. Um þetta er hægast að lesa í 11. bindi Múlaþings bls. 131 - 177
í þætti, sem Ármann Halldórsson tók saman um Siglingar á Lagarfljóti
ogfleira um verslun og samgöngur á Héraði. Skal það ekki endurtekið
hér. Lítum nú aftur í dagbækurnar.
20. nóv. 1888: „Fundur á Klaustri í pöntunarfjelagsdeild þessari.
Allir búendur hreppsins nema einn eru í fjelaginu og nokkrir vinnu-
menn. Formenn í deild þessa hrepps eru nú Sæbjörn Egilsson, sem
hefir verið það frá upphafi, Halldór Benediktsson á Skriðukl. og Sölvi
Vigfússon á Arnheiðarstöðum, hreppstjóri. Þessir menn eiga nú að fá
í fyrsta sinn allir til samans 1% af verði því, sem deild hreppsins biður
um frá útlöndum, „pantar“.“
23. nóv: „Eg var á Arnheiðarstöðum með samnefndarmönnum mín-
um að semja skýrslu fyrir pöntunarfjelagið.“
Það sem hér er sagt um Fljótsdalsdeild félagsins hefir einnig verið
gert í hinum deildunum, hverri fyrir sig. Lítum í annál ársins 1888.
„Öll vara mikið ódýrari hjá pöntunarfjel. Ull frá pöntunarfjel. komst