Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 194
192
MÚLAÞING
hennar - og til þess aö sem minnst fari milli mála, skal tekið fram að
þetta var mín fyrsta kaupstaðarferð.
Það stafaði alltaf dálítill ljómi af kaupstaðarferð, einkum að sumri
til. Alltaf kom eitthvað sem gladdi geðið, nýr diskur, bolli með rós,
rúsínur í kramarhúsi og ef til vill steinsykurmoli. Kannski líka kónga-
spörð, en svo voru gráfíkjur nefndar.
Til þessara ferða var vandað og margs þurfti að gæta, járna þurfti
hesta vandlega og einnig að hafa með sér hamar, naglbít og hóffjaðrir,
því alltaf gat skeifa farið úr lagi. Einnig þurfti að yfirfara reiðver og
reiðfæri.
Dýnur þurftu að vera vel stoppaðar og þykkri að framan svo ekki
grúfði á hestinum. Klyfbera þurfti líka að vanda, boginn að vera mátu-
lega langur með þremur klökkum úr harðviði eða beini. Klakkarnir
áttu að standa beint upp og þó hallast aðeins hvor að öðrum, þannig
fóru klyfjarnar best.
Svo voru það gjarðirnar, gagntök, móttök og rófustög. Þau vörnuðu
því að fram af færi niður í móti.
Allt voru þetta mikil atriði í langferð. Hestarnir meiddust ekki ef
þessa var gætt, einnig varð þeim burðurinn léttbærari. Stundum sá
maður drepmeidda hesta vegna hirðuleysis að hafa reiðfæri í lagi.
Einnig var dyttað að hnökkum og söðlum, því alltaf þótti minnkun
að hafa lélegan reiðskap.
Nú mætti víkja aðeins að ullarþvottinum, því það var ullin sem átti
að flytja í kaupstaðinn, víkja að þvottinum og þurrkuninni. Þá var
ekki annað en keyta notuð við ullarþvott. Ríkt var gengið eftir því að
hland færi ekki til spillis svo að nærri má segja að menn þyrftu að
stelast til að pissa úti, væru menn fast hjá bænum. Þetta mun nú þykja
broslegt, en það var ekki svo einfalt mál að hafa ekki næga keytu á
ullina.
Setjið ykkur bara í spor bónda sem hefði þurft að sækja þetta
„sjampó“ til annarra bæja. Hefði hann verið ógiftur mundi enginn
kvenmaður líta í þá átt.
Það voru líka lög um það, að flytti bóndi að vori, varð hann að
skilja eftir visst magn af þessum vökva. Sama beið hans á þeirri jörð
sem hann t'lutti á.
Mikið var um dýrðir þegar sjóða fór í stóra pottinum niðri við Lind-
ina, en ekki var anganin upplífgandi.
Faðir minn var sérlega vandlátur með þvott og þurrk á ull, og hún
þurfti að vera volg átöku þegar henni var troðið í pokana. Eftir (troðn-