Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 164
162
MÚLAÞING
Norðurfjall Sandvíkur, lágvíkin fremst. Stórbrim gengu upp í melana innan við sandinn og
lónið. Kjölfjall t. v., þá Kerlingarskarð, síðan nafnlaus hœð og þá Sandvíkurskarð. Síðufjall
t. h. Bœirnir stóðu við fjallsbrekkur, Stóristekkur yst, við hœgri jaðar myndar.
og vera góð við þær. Það olli sárindum ef út af var brugðið. Varðandi
trúna, þá dettur mér í hug atvik sem eg man óljóst eftir, en mér var
sagt frá því síðar að mér hefði eitt sinn orðið það á að snupra prestinn
þegar hann var í húsvitjunarferð til okkar. Kannski ætti eg að segja
þér frá hvernig það gerðist?
Já láttu okkur heyra.
Þá var sóknarpresturinn á ferðinni, og hann var ákaflega hlýr og
góður mér krakkanum eins og öðrum. Hann var öllu fólki góður, enda
virtur prestur. Eg veit ekki hvort eg á að nefna nafn hans. - En sagan
er á þá leið, að eg var að bögglast með hvolp í fanginu, og prestur
kemur til mín og spyr hvað hann heiti nú þessi hundur. Eg segi að
hann heiti ekkert ennþá, hafi ekki verið gefið nafn. Presti hefur sjálfsagt
þótt vel til fundið að koma upp úr krakkanum og segir við mig: „Það
er best eg skíri fyrir þig hvolpinn úr því að eg er hérna á annað borð.“
Þá er mér sagt að eg hafi snúið upp á mig og sagt að það væri ekki
venjuiegt að skíra hunda. Hann hafði þá orðið einkennilegur á svipinn,
en auðvitað hefur hann haft gaman af þessu. Þetta var séra Jakob. -
Náttúrlega var þarna um bein áhrif að ræða frá fóstra mínum, mér
fannst ekki ná neinni átt að fara að iáta prestinn skíra hund.
Þú minnistá húslestra, en lasfólkið eitthvað veraldlegar bókmenntir?
Já, eftir því sem takmarkaður bókakostur leyfði. Sérstaklega man