Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 72
70
MÚLAÞING
Hér lýkur tilvitnun í annál ársins 1890. í framvindu sögunnar bregður
stöðugt fyrir nýjum persónum en aðrar hverfa. Rétt virðist því og ekki
seinna vænna að gera grein fyrir þeim nýju mönnum, sem nefndir voru
í tilvitnuninni frá 14. mars 1890. Sumum hefur verið gerð grein fyrir
áður og verður það ekki endurtekið. En úr Fellum voru: Hallgrímur
Jónsson hreppstjóri á Skeggjastöðum, Einar Guttormsson (6468) í
Hrafnsgerði, sonur Guttorms Vigfússonar á Arnheiðarstöðum og Jörg-
en (6432) Sigfússon frá Skriðuklaustri. Bjó hann þá á Ási og fluttist
síðar í Krossavík í Vopnafirði. Móðir hans var Jóhanna dóttir Jörgens
læknis Kjerúlf. Úr Eiðaþinghá var Guðmundur Hallason, er síðar bjó
á Hreimsstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Hann var frá Bessastaðagerði í
Fljótsdal. Úr Vallahreppi voru: Gunnar Pálsson bóndi á Ketilsstöðum,
Jón Bergsson á Egilsstöðum og bróðir hans Brynjólfur, sem þá bjó í
Vallaneshjáleigu en síðar á Ási í Fellum. Sigurður Einarsson bjó á
Hafursá, kvæntur Solveigu systur Þorvarðar læknis. Úr Skriðdal voru
Jón (1914) ívarsson frá Vaði, þá bóndi í Eyrarteigi, og Antoníus
(11585) Björnsson hreppstjóri á Arnhólsstöðum. Hún er greinileg Inn-
Héraðsmannafylkingin á þessum fundi. En héðan í frá reynum við að
skyggnast fram á síðasta áratug 19. aldarinnar.
25. mars 1891: „Peningar - 7000 kr. eru komnar frá Zöllner fyrir
sölusauði pöntunarfjelagsins.“
13. júní: „Fundur á Ormarsstöðum um pöntunarfjelagsmál og gufu-
bátsmál. Þingmönnum, sr. Sigurði og Þorvarði falið hið síðara til að
flýta fyrir því, útvega áætlun um kostnað og viðhald á þeim bátum.“
27. júní: „Wathne hefir í hyggju að skoða eystri strönd Lagarfljóts
og ósinn í þeim tilgangi að koma upp kaupstað við það.“
19. sept: „Fjölmennur fundur á Ormarsstöðum í Pöntunarfjelagi
Flj ótsdalshj eraðs. Þar var Snorri Wium, sem nú er afhendingarstj óri. “
25. sept. 1891: „Nú í kveld lukum við vigt á fje - vegið 979 kindur
og eru það flest sauðir. í pöntunarfjelagið ljet eg nú 55 sauði og 39
geldar ær.“
23. okt: „Fundur á Ormarsst, settur kl. 4 e. m. og slitið kl. 7 morg-
uninn eftir. Nýmæli á honum: 1) um stækkun fjelagsins svo það nái
yfir allt Fljótsdalshérað ásamt Jökulsdal og Möðrudalsfjallabyggð.
Helstir menn þar síra Einar á Kirkjubæ og síra M. á Hjaltastað [Magnús
Björnsson]. 2) Kosnir 3 menn til að semja lög handa fjelaginu. 3)
Ákveðið að af peningum, sem pantaðir eru, borgi fjelagið Vi rentu og
lántakandi annan helming. 4) Að fjelagið biður herra L. Zöllner að
kaupa handa fjelaginu gufubát sterkan, sem ætlaður er til ferða um