Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Side 200
198
MÚLAÞING
Hann seildist undir skrifborðið, dró þaðan flösku og hellti í tvö staup
sem þeir svo tæmdu. Þetta var siður hjá þeim og nokkurs konar sátta-
bikar milli bænda og kaupmanna. Ekki bauð hann mér, en lét orð falla
um að mér yrði vikið einhverju niðri í búð. Eg var upptekinn af að
virða fyrir mér kontórinn, því aldrei hafði eg séð svo fínt hús.
Þegar eg er að skrifa þetta eftir 64 ár, kemur mér í hug að viðhorf
nútímabankastjóra til þessa kontórs mundi kannski allt annað.
Næst fórum við niður á aðra hæð, þar var næstráðandi Sigurjón
Jóhannsson, sem síðar var forstjóri Brunabótafélagsins ásamt mörgu
öðru. Sigurjón var frændi okkar og tók okkur afburðavel, en þó gekk
á ýmsu með þeim frændum. Stundum var það gaman og gleðimál þar
sem þeir léku við hvern sinn fingur, en aðra stundina rifust þeir eins
og grimmir kettir því báðir voru örir í lund og skapstórir.
Sigurjón kom stundum á haustin til fjárkaupa, meðan fé var keypt
„á fæti“ sem kallað var. Það var á einu slíku hausti að Framtíðin sendi
viðskiptamönnum þá tilkynningu að þeir yrðu að hafa sláturfé inni
sólarhring áður en það yrði viktað. Þegar Sigurjón kom var okkar fé
í gæslu úti. Eg man að pabbi sagði við hann: „Heldurðu að eg blikni
þó Framtíðin sendi hingað eiðsvarinn garnaskafa? Viljirðu ekki þetta
fé eins og það er geturðu farið til andskotans og nusað þar uppi skítlaust
fé.“ Síðan hjaðnaði þetta niður og Sigurjón tók féð, og þegar þeir
kvöddust sá enginn að neitt hefði gerst, enda var þá skálað í einiberja-
brennivíni.
Sigurjón var bráðskýr og afburða starfsmaður, en brennivín þótti
honum gott. Einhver starfsmaður í Framtíðinni innti að því við Sigurð
Jónsson að Sigurjón væri ekki ævinlega við. „Það kemur ekki niður á
versluninni, því þegar hann er við vinnur hann á við tvo og vel það,“
svaraði Sigurður.
Sigurjón fylgdi okkur svo niður í búð, tók til poka og rétti mér.
„Þetta hefur þú í nesti, frændi."
Búðin var einn stór salur, og hann stór á minn mælikvarða, svo voru
útskot hingað og þangað með ýmsu drasli. Þar geymdu meðal annars
sveitamenn sokkaplögg, skó og reiðföt, því allir voru í einhverju öðru
meðan þeir voru í kaupstaðnum.
í einu horni búðarinnar sat maður nokkur í nokkurs konar hásæti
og sá þaðan yfir alla búðina. Hásætið var reyndar ekki annað en svona
hátt skrifpúlt. Þetta var skrifarinn, einsýnn eins og Óðinn, en slíkt var
engin vanvirða því hann stóð vel í stöðu sinni. Hann skrifaði nóturnar
eftir úttektarmiðum viðskiptamanna og sfðan afgreiddu aðrir.