Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 99
MÚLAÞING
97
Aðalfundur pöntunarfélagsins árið 1909 var haldinn á
Skriðu[klaustri] 13. desember. Lögð voru fram bréf frá endurskoðend-
um og efnahagsyfirlit við árslok 1908, skýrsla frá framkvæmdastjóra
félagsins Ólafi Metúsalemssyni um ástand félagsins í desember og bréf
frá fyrrv. formanni Einari prófasti Jónssyni. Samþykkt var að gera þá
samningstilraun „við útlenda skuldheimtumenn eða umboðsmenn
þeirra, að þeir taki upp í kröfur sínar við öllum utandeildarskuldum,
sem ekki eru afhentar bönkunum nú þegar, með því skilyrði, að ekki
séu af þeirra hálfu gjörðar frekari kröfur til fjelagsins eða einstaklinga
þess.“ Til vara ákveðið að bjóða 14 greiðslu á kröfum þeirra með sama
skilyrði og sé þó gefinn gjaldfrestur. Fundurinn sá félaginu ekki fært
að bjóða betri kosti og e. t. v. „ekki lagalega skylt að greiða kröfur
þessar framar en óveðsettar eignir fjelagsins hrökkva til og þá hlutfalls-
lega við kröfur annarra skuldheimtumanna.“
Stjórn félagsins var falið að semja um skuldir þess við útibú Islands-
banka á Seyðisfirði og Landsbankann í Reykjavík.
„Afhendingarmaður Kaupfjelags Hjeraðsbúa fór fram á afslátt á
tunnum, sem það fjelag keypti af pöntunarfjelaginu á síðasta hausti.
Stjórn fjelagsins var falið að ráða þessu máli til lykta.“ Þetta er eina
skiptið þar sem minnst er á hið nýstofnaða kaupfélag í bókum pöntun-
arfélagsins.
Og stöðugt var sama samþykktin og á flestum fyrri fundum: „Stjórn
fjelagsins var falið að ráða mann til skuldainnheimtu og til þess að
annast aðrar framkvæmdir fjelagsins, ef með þarf.“ Hér er ekki minnst
á Ólaf Metúsalemsson, sem þó var ekki hættur afhendingu.
í stjórn voru kjörnir: Björn Hallsson á Rangá formaður, Sigurður
Jónsson í Hrafnsgerði varaformaður, Pétur Stefánsson í Bót meðstjórn-
andi.
Endurskoðunarmenn til næsta árs voru kosnir Þórarinn Benediktsson
í Gilsárteigi og Guttormur Vigfússon í Geitagerði. Þórarinn afsagði
að taka við kosningu.
Aukafundur var haldinn að Skeggjastöðum í Fellum 1. júní 1910.
Formaður lagði fram fyrir fundinn:
1. „Brjef dags. 15. maí s. 1. frá Útbúi íslandsb. á Seyðisf. þar sem
sagt er upp láni fjelagsins dags. 22. febr. f. á. og krafist borgunar
á því innan 15. júní n. k.
2. Þrjú brjef frá Landsb. íslands þar sem bankinn segir upp láni fjelags-
ins sem nú er nál. 8200 kr. og krefst borgunar.
3. Yfirlit yfir hag fjelagsins. Fundurinn sá engin ráð fyrir hendi önnur
7