Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 106
104
MÚLAÞING
staði yrði aðalflughöfn Austurlands síðar á öldinni. En þessi verslun
þar og vagnavegurinn yfir Fagradal ásamt Lagarfljótsbrú boðuðu nýja
tíma á Héraði.
Sigurður Jónsson í Hrafnsgerði varð fyrsti formaður félagsins og Jón
Bergsson fyrsti kaupfélagsstjórinn. Halldór Stefánsson í Hamborg var
kosinn formaður næsta ár og var það að einu ári undanteknu, þangað
til hann flutti brott af félagssvæðinu árið 1921.
En það var fjarri því að allir bændur í hreppunum, sem gjörðu deildir
í félaginu, væru með frá upphafi. Vantrúar gætti allvíða og er það
mannlegt. Um framhald samvinnustarfs á Héraði er svo vísað til rits
Benedikts Gíslasonar frá Hofteigi: Kaupfélag Héraðsbúa, fimmtíu ára
starfssaga.
Af vexti og viðgangi Kaupfélags Héraðsbúa virðist mega draga þá
ályktun að andi samvinnunnar sé enn óbreyttur frá því að Þorvarður
Kjerúlf skrifaði bréfið á Ormarsstöðum í Fellum hinn 15. nóvember
1885 til eins manns í hverjum hreppi á Fljótsdalshéraði og ræddi um
„samheldni manna og máttinn til framkvæmdanna." Með það í huga
horfum við fram ánæsta árþúsund. Andisamvinnunnar er hin varanlega
arfleifð Pöntunarfélags Fljótsdalshéraðs.
Lokið í nóvember 1986.
Sigurði Ó Pálssyni héraðsskjalaverði á Egilsstöðum þakka ég góðan greiða við öflun
heimilda. Kona mín, Guðríður Magnúsdóttir, og ýmsir fleiri hafa lesið handritið yfir eða
hluta úr því og veitt mér upplýsingar, aðstoð ogleiðbeiningar, sem égþakka.
Sigurður Kristinsson.
Helstu heimildir:
1. Dagbækur Sæbjarnar Egilssonar á
Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal.
2. Fundargjörðabók Pöntunarfjelags
Fljótsdalshéraðs 1897 - 1910.
3. Prestsþjónustubækur og sóknarmanna-
töl kirkna á innanverðu Héraði á síðari
hluta 19. aldar.
4. Kaupfélag Héraðsbúa, fimmtíu ára
starfssaga eftir Benedikt Gíslason frá
Hofteigi.
5. Austurland, safn austfirskra færða, 1.
bindi, bls. 166 - 256.
6. Austurland, safn austfirskra færða, 3.
bindi, bls. 57 - 104.
7. Austurland, safn austfirskra færða, 4.
bindi, bls. 28 - 100.
8. Veðurbækur Sölva Vigfússonar á Arn-
heiðarstöðum.
9. Ættir Austfirðinga eftir sr. Einar
Jónsson.
10. Múlaþing, 11. bindi, bls. 131 - 177.
11. íshús og beitugeymsla eftir ísak
Jónsson, Akureyri 1901.
12. Munnlegar heimildir úr Fellum (Krist-
inn Eiríksson o. fl.).
13. Ævislóð og mannaminni eftir Halldór
Stefánsson.
14. Læknar á íslandi eftirVilmund Jónsson.