Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 168
166
MÚLAÞING
Húsið i Parti um 1941. Mennirnir eru Sveinbjörn Guðmundsson og Jóhannes fóstri hans
Árnason. Sandvíkurskarð er hœgra megin við útvarpsstöngina.
Sandvík en dugðu misjafnlega. Því tóku víða við bensínvélar, litlar
vélartíkur.
En sími?
Nei, en þó kallaðist lína sem lá út suðurbyggðina Sandvíkurlína.
Hún var lögð að Gerðisstekk, en þá kom til álita hvort leggja skyldi
hana áfram til Sandvíkur, eins og upphaflega var fyrirhugað, eða að
Barðsnesi, og það síðara varð ofan á. Of dýrt þótti að leggja á báða
staðina, og málið þvældist í því „kerfi“ sem þá var fyrir sunnan. Þetta
varð eiginlega raunasaga og mikil vonbrigði fyrir Sandvíkinga.
Á hverju var aðallega lifað í Sandvík, var það landbúskapur?
Já, mestmegnis fjárbúskapur til að afla tekna. Fjárfjöldi var á bilinu
120 - 200 fjár seinustu árin yfirleitt á býli, nema á Hundruðunum. Hestar
tii heimilisþarfa 2 - 4 á bæ. Kýr voru til heimilisþarfa á mj ólk og smj öri.
Það var heldur gott til fjárbúskapar í Sandvík, góð beit bæði sumar
og vetur, ekki mjög snjóþungt og fjörubeit talsverð að vetrinum. Það
var reynt að nota beitina sem best því heyja var aflað með gamla
laginu, orfi og hrífu, heyið bundið í reipi og flutt á hestum í garð. Það
var heyjað á engjum og stundum flutt votaband heim á tún, en líka
var þurrkað í flekkjum á engjunum. Engjarnar voru grösugar, víðast
sæmilega sléttar mýrar. Túnin voru girt og haglendi að nokkru.