Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 176
HELGI HALLGRÍMSSON
Fornhaugar og féstaðir í Fellum
í Islendingasögum er oft getið um, að hinir og þessir kappar sagnanna, hafi verið færðir
í hauga, sem orpnir voru að þeim dauðum, oftast ekki allfjarri þeim bæjum, er þeir bjuggu
á fyrir andlátið. Jafnan voru þeir heygðir í skrúðklæðum sínum eða hertygjum og með
vopnum sínum og verjum og oft voru ýmsir aðrir gripir og fjármunir lagðir með þeim í
hauginn. Stundum voru þeir jafnvel heygðir í skipum sínum, og var það enginn smávegis
haugur sem þá þurfti að moka upp.
Af þessu hefur líklega sprottið sú mikla og almenna þjóðtrú hér á landi, að landnámsmenn
og frumbyggjar margra jarða væru heygðir í grennd við bæi sína, oftast í einhverjum
melhól eða hrauk, sem nefndur var eftir viðkomandi haugbúa, að sagt var.
Eins og gefur að skilja var það mikil freisting fátækri þjóð að grafa í þessa svokölluðu
hauga og leita að fjármunum í þeim, enda er varla til sá „fornhaugur" að ekki sé dæld í
koll hans eða hlið, er sýnilega er til orðin við gröft af manna völdum, og stundum eru
haugarnir rústir einar, eftir slíka meðferð.
Samkvæmt þjóðtrúnni höfðu þó haugbyggjar varnarráð gegn þessum haugbrotum, sem
fólst í því, að þeir viðhöfðu einhver ummæli áður en þeir létust, sem oftast fólu í sér
viðurlög við að raska haugnum. Þau voru oftast í því fólgin, að þeim sem brytu hauginn
skyldi sýnast heimabærinn eða sóknarkirkjan standa í björtu báli, og fylgja slíkar sagnir
mjög mörgum frásögnum af haugbrotum. Fyrrnefndar dældir í haugana, sýna þó að alltaf
voru einhverjir fullhugar, sem storkuðu álögunum og grófu í haugana.
Þess þarf naumast að geta, að fornleifarannsóknir hérlendis hafa ekki staðfest haugatrúna.
Langflest kuml úr heiðni hafa fundist af tilviijun við allskonar jarðrask, og sárasjaldan var
kunnugt um slíkt á staðnum áður. Kumlin hafa oftast ekki verið sýnileg á yfirborðinu,
nema þá í mesta lagi sem lágar og flatar þúfur. Um það efni vísast til bókar Kristjáns
Eldjárns: Kuml og haugfé. Rvík. 1956.
Þá eru sagnir tengdar við fjölmörg örnefni, er hníga í þá átt, að þar hafi peningar,
fjársjóðir eða önnur verðmæti verið falin eða grafin, og hef ég kallað það „féstaði“ einu
nafni.
Þessum féstöðum fylgja oft sams konar álög og um var getið varðandi haugana, og vitað
er. að í marga slíka staði hefur verið grafið á ýmsum öldum eða menn hafa lagt sig í
lífshættu við að ná ímynduðum fjársjóðum, sem fólgnir eiga að vera á óaðgengilegum
stöðum. Því er ljóst, að milli „féstaða" og „fornhauga" er enginn eðlismunur, og verða
þeim gerð skil hér sameiginlega.
Að lokum skal á það bent, að fornir haugar og féstaðir gegna oft ákveðnu verndarhlut-