Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 116
SIGURÐUR MAGNÚSSON FRÁ PÓRARINSSTÖÐUM
Vetrarferð á fjöllum
Það var í desembermánuði veturinn 1929, að lagt var af stað kl.
hálfsex frá Eiðum, og ferðinni heitið til Seyðisfjarðar um Fjarðarheiði.
Þetta er alllangt ferðalag í skammdegi og því vissara að taka daginn
snemma. Veður var kyrrt og svalt. Leit út fyrir að veður mundi haldast
svipað fyrst um sinn.
í för þessari voru: Svava Sigfúsdóttir frá Sandbrekku í Hjaltastaða-
þinghá, hafði hún farið frá Eiðum daginn áður og gist á Miðhúsum í
Eiðaþinghá um nóttina og beið okkar þar, Arnbergur Gíslason, þá
kaupamaður við bú Páls Hermannssonar alþingismanns, Haraldur
Guðnason frá Stóra-Sandfelli í Skriðdal og - ég sem þessar línur rita
- Sigurður Magnússon frá Þórarinsstöðum í Seyðisfirði. Öll vorum við
fótgangandi. Við Haraldur vorum báðir nemendur í Eiðaskóla. Við
vorum vel búin til ferðarinnar, og höfðum með okkur dálítinn nestis-
bita.
Svava hafði dvalið að Eiðum um nokkurt skeið og kennt nemendum
skólans hina fornu og skemmtilegu þjóðdansa, vikivakana. Hún hafði
lært þá í Hvítárbakkaskólanum, þar sem hún stundaði nám veturinn
1927 og 1928. Þar kenndu vikivakana þau Marinó Kolbeins og Ásthildur
systir hans. Svava var svo ráðin til að kenna vikivakana við Alþýðuskól-
ann á Eiðum, Héraðsskólann að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu, Laug-
arvatni og að Núpi í Dýrafirði.
Nú var ferð hennar heitið til Lauga í Þingeyjarsýslu til þess að kenna
vikivakana við héraðsskólann þar. Hún þurfti að komast strax til Seyð-
isfjarðar til að komast norður með gömlu Esju, sem átti að koma
þangað á norðurleið að kvöldi þessa sama dags.
Við héldum eins og leið lá inn Eiðaþinghá, allt að Miðhúsum og
komum þar árla morguns.
Á Miðhúsum bættist fimmti maðurinn í hópinn. Var það Sigbjörn