Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 189
halldór pjetursson
Kaupstaðarferðir Úthéraðsmanna
Á þessum síðustu og sumir segja bestu tímum mun stór hluti þjóð-
arinnar ekki skilja hvað felst í orðinu kaupstaðarferð.
Það er stórt orð Hákot, enda ættað úr höfuðborginni, en kaupstað-
arferð spennir yfir fleiri og stærri víddir.
Eg man enn gleði barnanna yfir því að fá fyrir upptíninginn sinn
steinsykurmola, nokkur kóngaspörð og kannski hnefafylli af rúsínum.
Drengirnir stóðu á öndinni um vasahnífinn sem þá hafði dreymt um,
og smíðisgripirnir runnu fram eins og mynd á tjaldi.
Það var húsfreyjan sem oftast sat á hakanum, átti þó kannski von
á stumpasirsi í svuntu og eitthvað í föt handa börnunum til að gera
þeim dagamun.
Eitt var það sem aldrei brást, að bændur fengju sér á vasapelann.
Kaupstaðarferðir enduðu á ýmsa vegu, sumar vel, aðrar miður vel
og enn aðrar á hörmulegan hátt, og á eg þar við vetrarferðir. Hér
verður ekki farið út í þá sálma, en brugðið upp mynd af fimm kaupstað-
arferðum.
Um og eftir síðustu aldamót voru kaupstaðarferðir snar þáttur í lífi
sveitafólks, andlega og líkamlega. Nú er þetta liðin tíð og nánast þjóð-
sögur í lífi yngri kynslóðarinnar. Úthéraðsmenn fara nú ekki lengur í
kaupstað, heldur skreppa í Egilsstaði. Þangað fara þeir lifandi og síðan
dauðir í þriðja gír á sínum ágætu bílum. Vanti eitthvað þar er bara
spýtt í og haldið í fjörður niður. Hér þurfa engin reiðver, reiðfæri né
reiðföt.
Þungavara er öll keyrð heim í hlað, en í þessum snattferðum dugar
skottið á bílnum. í fjörðum er kannski líka von á ástrænum félagsskap,
brennivíni og tækifæri til að tvista.
Þetta máttum við áður keifa með klára okkar í fyrsta gír.
Eg vil nú freista þess að bregða upp smámynd úr þessum kaupstað-