Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 33
MÚLAÞING
31
Búseta í Refsmýri frá 1835 til aldamóta
Árið 1831 flutti maður að nafni Jón (10987) Jónsson að Ormarsstöð-
um í Fellum og gerðist ráðsmaður hjá ekkjunni Guðbjörgu Sigfúsdóttur
(8325), sem þar bjó. Þau giftust 24. okt. 1832 en munu hafa flust að
Refsmýri árið 1835. Þau eignuðust sex börn og kemur eitt þeirra við
þennan þátt, dóttirin Guðný (8331), sem fæddist 4. apríl árið 1838.
Fyrri maður Guðbjargar hét Páll Pálsson. Eignuðust þau þrjú börn og
var eitt þeirra Sigfinnur, sem lítillega verður minnst á síðar. Jón og
Guðbjörg bjuggu í Refsmýri til 1867, er hann lést. Guðný var þá gift
Gunnlaugi (23) Sveinssyni frá Tjarnarlandi. Hann fluttist í Refsmýri
árið 1863. Tóku þau við búskapnum, sem Gunnlaugur stundaði af
miklum áhuga. Sögn er, að hann hafi komið með fyrsta plóginn til
Austurlands. Hann gerði einhverja fyrstu túnasléttu á Héraði um 1870,
beðssléttu fremst í túninu í Refsmýri, framan til á svonefndu Barði.
Sást hún vel fram yfir 1950 en þá voru tún sléttuð til ávinnslu með
vélum. Gunnlaugur var talinn hafa látist af sólsting er hann var á
engjum 15. sept. 1873. Af fjórum börnum þeirra Guðnýjar lifði aðeins
eitt, dóttirin Guðbjörg (8332), fædd 26. nóvember 1867. Guðný hélt
áfram búskapnum og árið 1876 flutti í Refsmýri frá Geitagerði Einar
(2913) Þórðarson og gerðist ráðsmaður á bænum. Einar og Guðný
bjuggu saman alla ævi síðan og eign'uðust eina dóttur, Guðnýju (2914),
er varð húsfreyja á Eyvindará. í kaflanum um búsetu á Ormarsstöðum
er sagt, að Eiríkur (1676) Jónsson frá Kleif hafi gerst vinnumaður þar
árið 1887. Næsta ár (5. des. 1888) kvæntist hann Guðbjörgu í Refsmýri.
Vorið eftir fluttu Einar og Guðný að Eyvindará ásamt dóttur sinni og
bjuggu þar síðan.
Guðbjörg og Eiríkur bjuggu í Refsmýri fram yfir aldamót. Þau eign-
uðust 10 börn en 5 létust í bernsku, tvær dætur létust milli tvítugs og
þrítugs en þrjú lifðu fram yfir áttrætt. Sólrún, næstyngsta dóttir þeirra,
er enn á lífi, þegar þetta er ritað (í mars 1986). Ætíð var vinnufólk í
Refsmýri og er augljóst, hverjir hafa unnið að áveituframkvæmdunum.
Það voru Einar Þórðarson og Eiríkur Jónsson en meðal vinnumanna
má nefna Sigfinn Pálsson, Sigfús Sigfússon og Einar Svein Jónsson.
Minnst er á alla þessa menn annars staðar í þáttum þessum. Mesta
vinnan hefur þó fallið í hlut bænda og vinnumanna á Ormarsstöðum.
Aveituframkvœmdir í Refsmýri og á Ormarsstöðum
A síðustu áratugum 19. aldar voru gerðar áveitur víða um land.
Segja má að það hafi verið tíska, hvar sem því varð við komið. Þetta