Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Síða 215
múlaþing
213
8. maí 1861. Grimmdarstormur.
Snjóaði með kveldi. Fylgdi Einari, sem
fer að Húsavík, út að Seljamýri.
Með sævarvota sokkana
og sýlda krúnulokkana
beisla teymdi eg bokkana
sem báru sjóvarstrokkana.
(Vísan að ofan virðist ekki standa í
beinu sambandi við vistferli Einars, en
líklegt að Björn hafi í bakaleið tekið
á hestana einhver sjóföng, því að sjór
var sóttur frá Úlfsstöðum, og „sjóvar-
strokkarnir“ gætu þá verið laupar eða
einhver ílát undir fiskmeti).
10. júní. (Hér skrifar Björn eftirfar-
andi frásögn). Við Guðjón (vinnumað-
ur) fórum að hjálpa Egli (Arnasyni,
sem var 54 ára maður á Úlfsstöðum,
bjó sér með konu sinni, Þuríði Magn-
úsdóttur, og var um þetta leyti að
koma upp geymslukofa fyrir þau) til
að þekja kofa hans. Eg þakti, Guðjón
flutti, en Egill risti svo sem 100 faðma
frá. Gáðum við þá að því að Egill hall-
aðist útaf við að skera torfu. Hlupum
við strax til hans; var hann þá örendur.
Sló eg honum strax æð og reyndi að
hleypa lofti í lungun eftir ráðum land-
læknis, en allt til einskis. Egill sálugi
var saklausasti og guðhræddasti maður
sem eg hefi þekkt, þar að auki síiðinn
og vildi ganga af sér dauðum fyrir gagn
húsbóndans. (Sigmundur skrifaði frá-
sögn af þessu dauðsfalli og er hún
prentuð í sagnaþáttum hans. Að vest-
an II bindi, bls. 201. Getur þess einnig
í dagbókinni).
17. júní. Egill jarðaður (og Björn
yrkir):
Missti eg Egil mér svo kæran,
meinin lífs ei framar særa hann,
góðra launa hjá Guði fær hann.
Guðs hann eftir boðum breytti,
böli heims því lítið skeytti,
und oki Krists æ krafta neytti.
15. og 16. júlí. (Næstu vísur helgast
vinnumanni hans, Sigmundi Long,
sem þá var um tvítugt og smali hjá
Birni).
Austan hroða gjörði gust
með geystu hríðarbramli.
tuttugu ærnar töpuðust,
tók þær Satan gamli.
(Daginn eftir finnur Sigmundur
flestar ærnar og fær þessar vísur að
launum).
Fimmtán mínar fékk eg ær,
sem fyrr mig Satan rænti.
f myrkheim Simbi sókti þær,
síst þess af honum vænti.
Drótt þótt virðist drengurinn
ei dráttarknár í mundum,
Sjáið þið hvað hann Simbi minn
seiglast þó á stundum.
Fár mun gjörður fyrr eða síð
fjandanum verri leikur.
Hann hefur um kölska kveðið níð
og karlinn orðið smeykur.
Margur hefir getið gjöld
góð fyrir atvik minna,
en verkin lifa öld frá öld
og orðstír þeirra er vinna.
(Frá árunum 1862 eða 1863 er engin
vísa í kverinu, en frá 1864 nokkrar).