Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 90
88
MÚLAÞING
Á aukafundi 16. september 1904 var samþykkt að taka 5000 kr.
reikningslán hjá útibúi íslandsbanka á Seyðisfirði og einnig „að taka
allt að 5000 kr. sjálfsskuldarábyrgðarlán ef til þurfi að taka.“ Ábyrgð-
armenn fyrir „þessum tveim lánum hafi rjett til að taka í sameiningu
veð í eignum fjelagsins með öðrum veðrétti og uppfærslurjetti. - Getur
einn sem allir af ábyrgðarmönnunum krafist þessarar veðsetningar."
„Ekki má taka ljettari kindur til útflutnings en 100 pund, þó má
veturgamalt fje ekki vera ljettara en 105 pund.“ Áætlað verð á 1 pundi
í lifandi fje er 13 aurar. Verð á sláturfje er áætlað 18 aurar á hverju
pundi í dilkum og veturgömlu fje og 19 aurar í öðru fje, sem vigtar
36 pund og þar yfir en 17 aurar í ljettara fje.
Aðalfundur ársins 1904 var haldinn á Egilsstöðum dagana 16. og 17.
nóv. Sjóður félagsins við árslok 1903 var 31439,39 kr. en hús og áhöld
voru metin á kr. 21940,05 auk þess sem félagið ætti e. t. v. um 6000
kr. hjá Zöllner. Ábyrgðarlánið frá aukafundi 16. sept. var ekki notað
og það sem notað var af reikningsláni ákveðnu á sama aukafundi var
talið unnt að endurborga um næstu áramót. „Fundurinn ákveður að
framvegis skuli eigi verða pantaðar aðrar vörur en þær, er hjer segir:
Öll utanbúðarvara, kaffi, sykur, tóbak, þvottaefni, saumur í pökkum,
venjuleg búsáhöld, gler í plötum, fjárbað í dunkum, eldspýtur í
pökkum, tvistur í heilum pökkum og af álnavöru Stout og Dewles.“
Álagning skal vera 4% fyrir innlendum kostnaði. Af söludeildarreikn-
ingum félagsmanna skyldi gefa 5% afslátt sem leggja átti í stofnsjóð,
ef þeir borga upp ársúttekt við reikningslok. Samþykkt var að taka
allt að 50000 kr. reikningslán til vörukaupa fyrir félagið. Einnig var
samþykkt þessi viðaukagrein við félagslögin:
„Heimilt er fjelagsstjórninni að taka peningalán handa fjelaginu
hvar, hvenær og með hvaða kjörum sem hún álítur nauðsynlegt. Pen-
ingalán þau, er fjelagsstjórnin þannigtekur, ábyrgjast allirfjelagsmenn
sem sjálfsskuldarábyrgðarmenn in solidum án þess að lántakan hafi
verið eða sje undir þá borin og án þess að þeir gefi út sjerstakt ábyrgð-
arskjal þar að lútandi og er hverjum fjelagsmanni, ef málssókn rís út
af láninu, skylt að mæta og svara til saka á þeim stað sem fjelagsstjórnin
undirgengst við lántökuna.“ Þetta hafði verið kynnt í deildunum.
Samþykkt var að Jón Stefánsson færi utan til vörukaupa fyrir fjelagið.
Verð á flestum vörum var áætlað svipað og áður. 300 kr. tillag til
sjúkraskýlis á Brekku í Fljótsdal hafði verið samþykkt í öllum deildum,
nema 200 kr. frá Hjaltastaðadeild. Þessar 300 kr. virðast hafa verið
heildartillag frá félaginu en ekki frá hverri einstakri deild.