Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 76
74
MÚLAÞING
Eðlilegt virðist að láta hér koma
minningargreinar um Þorvarð
Kjerúlf.
Úr Sunnanfara VII bls. 79:
„Hann var aðalforgöngumaður
Pöntunarfjelags Fljótsdælinga, í
stjórn búnaðarskólans á Eiðum,
amtsráðsmaður, sýslunefndarmað-
ur o. m. fl. og atkvæðamaður í öll-
um þessum málum og réttnefndur
hjeraðshöfðingi.
Þ. K. var meðalmaður á hæð og
allþrekinn, enda vel sterkur og
hörkumaður mikill og vel fylginn
sér, ágætur glímumaður og hafði
gaman af aflraunum. Hann var einn
af þeim sem glímdu fyrir konung á
Þingvelli 1874. Þ. var mjög vel gáfaður og skarpskyggn enda fórst
honum allt nám sitt vel úr hendi. Hann hélt og alla tíð námi sínu vel
við og fylgdi ágætlega með tímanum og vísindalegum framförum í
læknisfræði og náttúruvísindum, sem hann hafði mestar mætur á allra
vísindagreina. Hann var og góður læknir. En sjerstaklega er við
brugðið, hve vel honum tókust handlækningar, enda hafði hann lagt
sjerstaka stund á þær erlendis.
Engan krafði hann um borgun fyrir ferðir sínar og læknismeðul og
af fátækum mun hann aldrei hafa þegið peninga fyrir hjálp sína og
voru þessir þeir einu, sem hann lét ekki sjálfráða um gjaldið.
Allra manna var Þ. læknir elskulegastur heim að sækja og gestrisn-
astur og yfir höfuð hinn ástúðlegasti í öllu viðmóti, heilráður, góðgjarn,
vinfastur, stjórnsamur á heimili og í sveitarmálum, svo að hann mun
hafa verið atkvæðamestur maður á Austurlandi á síðustu árum sínum
og þó jafnframt hvers manns hugljúfi. Hann var frjálslyndur maður
og stefnufastur og þótti hinn besti í samvinnu á þingi, sem best sést á
því að hann var jafnan kosinn í stærstu nefndir í vandasömustu málum.
Þorvarður dó úr blóðspýtingi aðfaranótt 26. júlí 1893 og var hann
þá staddur á Seyðisfirði."
Úr Austra X. árgangi:
Blaðið segir að vinir Þorvarðar Kjerúlfs hafi reist honum minnisvarða
hjá spítalanum á Seyðisfirði til endurminningar um drengskap hans og
Þorvarður Kierúlf.