Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 73
MÚLAÞING
71
Lagarfljótsós, - að útvega mann sem kunni að fara með þennan bát 1
- 2 mánuði í sumar komandi. Hann á einnig að kenna öðrum þessa
íþrótt. Einnig að Zöllner sendi í sumar flatbotnað seglskip, sem risti
ekki dýpra en 7 til 8 fet og á það að flytja vörur Úthéraðsmanna, sem
í fjelaginu verða, inn um ósinn og inn að Steinboga. Bæn Vopnfirðinga
um að pöntunarfjelagið hlutist til um vörusendingar þangað var neit-
að.“
Allar hugmyndir Héraðsmanna um siglingar á Lagarfljótsós reyndust
óraunhæfar. Virðast þeir ekki hafa getað með nokkru móti gert sér
grein fyrir breytileika óssins og sandfyllingu fljótanna. En því má um
kenna að Hovdenak, Tryggvi Gunnarsson og Ottó Wathne töldu allir
möguleika á því að sigla inn um ósinn. Kveiktu þeir með því vonir,
sem reyndust tál.
25. okt. 1891: „Sauðir fjelagsins ekki selst vel á Englandi vegna of
þröngs markaðar þar fyrir innlendan fóðurskort. Mælt er að sauðir
hjeðan hafi selst þar nál. 15 kr. meðaltal og geldar ær 10 - 11 kr.
28. okt: „Pöntunarfjelagsfundur á Klaustri. Allir hinir sömu í þessari
deild og áður, nálægt 70 fjelagsmenn, - umsetning af vörum í henni
þetta ár nálægt 22000 krónur. (Hér er átt við Fljótsdalsdeild).
Úr yfirliti ársins 1891:
„Pöntunarfjelag Fljótsdalshjeraðs sendi út um 16000 pund af hvítri
ull og 3160 fjár og fjekk fyrir ullina eitthvað yfir 70 aura pundið og
sauðina að meðaltali tæpar 15 kr. og geldar ær 10,59 kr. Vörur -
nokkuð ódýrari en hjá kaupmönnum og fara þeir þó svo langt eða
lengra en þeim er vel fært til að spilla þeim fjelagssamtökum.-----
Nú er Snorri Gíslason Wium ráðsmaður pöntunarfjelagsins og ferst
það vel úr hendi. Það fjelag stækkar nú að mun og tekur nú niður í
öllum sveitum Hjeraðsins meira eða minna. Pað er alltaf í nokkurri
skuld við Zöllner (nú 7000) - veltufje þess er um 50 - 60000 krónur. “
Sæbjörn Egilsson er heldur fáorðari í dagbókarskrifum sínum um
pöntunarfélagið eftir 1890. Það mun þó ekki stafa af neinni fæð, heldur
af því að honum finnist málefni þess vel stödd og mestu erfiðleikarnir
að baki.
72. janúar 1892: gjörðu Halldór, Sölvi og Sæbjörn pöntunarskýrslur
fyrir Fljótsdalsdeild. Þann 24. febrúar sömdu sr. Einar Jónsson á
Kirkjubæ, Þorvarður Kjerúlf og Sæbjörn lög fyrir pöntunarfélagið.
12. mars 1892: „Waagen kom með vörur á S-fjörð til Wathnes og
pöntunarfjel.“
8. júní: „Eg var á fundi á Ormarsstöðum. Þar voru rædd og samþykkt