Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 55
MÚLAÞING
53
sína þeim sem vildu: Tryggva kaupst. Gránufjelagsins, Tostrup eða
Tulliniusi. Tryggvi varð hlutskarpastur og versluðu fjelagsmenn á Eyr-
inni í sumar, fengu lán til hausts og borguðu í október. Afslátt á vörum
fengu þeir, 5% af kornmat, 10% af annari nauðsynjavöru og 15% af
glys- og munaðarvöru. Ekki er enn útkljáð um það, hvernig samningur
er haldinn og ekki eru reikningar komnir.“
Þetta sumar og haust skiptu þeir sýnilega við Gránufélagsverslunina
á Vestdalseyri. Lítum nú á hvað næsta ár bar í skauti sínu.
19. mars 1885: „Jónas á Bessastöðum kom. Við skoðuðum fje hjer
og sendum út fundarboðun til að ræða verslunarmál. Læknir kom til
að minnast verslunarfjelags.“
27. mars: „Hjer var haldinn fundur um verslunarsamtök og voru á
honum 7 bændur hjer í sveit. Fundarmenn álitu að tiltækilegast mundi
vera að byrja á pöntunarfjelagi, þar eð kaupmenn eru tregir til að
styrkja tilraunir bænda í því að bæta verslunarhaginn. Þá sé naumast
hægt að eiga við þá en heldur að útvega sér sjálfir útlendar vörur og
búa sig sem best á þessu ári undir skynsamlegt pöntunarfjelag eptirleið-
is. En reyna í sumar að fá vöruskýrslur og svo ef þær eru viðunandi,
þá vörur, helst í ár frá Norvegi. Og var stungið upp á O. Wathne
Norðmanni til að vera í verki með um vörupöntun og flutninga, húslán
á Seyðisfirði og fl. þessu fyrirtæki til eflingar.“
8. apríl: „Fundur bænda á Víðivöllum ytri. Nú á að fá vörur frá
Skotlandi í sumar, - flestir bændur verða nú að lofa tillagi í vörum til
vörupöntunar.“
: 22. apríl: „Sagt er að hin tilvonandi verslun í Liverpool eigi að vera
deild í Gránufjelagi.“ (Liverpool var verslunarhús á Seyðisfirði).
31. maí: „Ég fór með Þorvarði lækni út að Bót og var þar nóttina.“
2. júní: „Fundur á Rangá“ (óefað rætt um formlega stofnun pönt-
unarfélags).
í Bót bjó þá Eiríkur Einarsson frá Skeggjastöðum, mágur Sæbjarnar,
framúrskarandi ráðdeildarbóndi. Virðast þeir Sæbjörn hafa átt skap
saman og mjög lík áhugamál. Líður nú fram á næsta haust.
29. nóv. 1885: „Eptir messu fundur á Valþjófsstað um verslunarefni.
Lofað næsta haust um 400 sauðum. Fyrirhugað að verslunarfjelag eitt
standi um miðbik Múlasýslna og hafi sinn erindreka í Leith, Björn
Sigurðsson.“
Nú sést vel hvernig hugmyndirnar þróast, því næst verður birt sendi-
bréf, sem Þorvarður læknir ritaði einum manni í hverjum hreppi á