Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 135
MÚLAÞING
133
Melrakkanes, við mynni Alftafjarðar, sunnantil.
Jón Sigurðsson, kenndur jafnan við Rjóður á Djúpavogi, stendur hér á þeim stað, er bænhúsið
mun hafa verið. Vinstra megin er grjótið, sem kom upp úr jörðu, þegar landinu þarna var
bylt, í kringum 1930. í fjarska sér í gamla bæinn, sem Helgi Einarsson, fóstri Jóns í Rjóðri,
byggði, upp úr 1920.
MELRAKKANES.
Á Melrakkanesi, um 20 - 25 metra neðan og austan við gömlu
bæjarrústirnar, stóð bænhús eitt sinn. Örnefnin Bænhússtóft og Bæn-
hússbarð minna á það, svo ekki verður um villst.
Eitthvað í kringum 1930 var landinu þarna bylt með rótherfi, sem
2 hestar drógu, og hvarf við þessar framkvæmdir tóftarmyndin, sem
áður hafði verið þar. Grjótið, sem upp kom, var borið í smá hrúgu
við bæjarlækinn, þar sem það liggur enn.
Urðu menn áður fyrr að gæta sín á nibbum, er stóðu upp úr jörðunni,
þegar slegið var þarna með orfi og ljá.
Tóftin sjálf var ofurlítil lægð, barmarnir hærri, en gróið allt grasi.
Einhverjar hleðslur eru sagðar vera þarna niðri ennþá.
MÚLI.
Bænhús var á Múla í fyrndinni, og vita menn nokkurn veginn hvar
það muni hafa staðið. Skriflegar heimildir fyrir þessu eru vandfundnar
þó.
PAPEY.
í Papey hefur lengi verið bænhús (eða heimiliskirkja), þótt óvíst sé
hvenær það hafi upprunalega verið reist.
9*