Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 143

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 143
múlaþing 141 1) Sóknarkirkjur. Þeim fylgdi réttur til helmings allra tíundargjalda þeirra manna, sem tíundarskyldir voru í sókninni, og síðarmeir ýmsir tollar og kvaðir, eins og ljóstollar, lambsfóður, ostgjöld og fiskatollar. 2) Hálfkirkjur. Þær nutu hálfrar tíundar heimamanna og hjáleigu- bænda. 3) Bænhús. Þau fengu engar tekjur af þessum tíundum, en biskup gat veitt leyfi til, að þar færu hjónavígslur fram, skírnir og greftranir, og messur sungnar. Leitt hefur verið getum að því, að um 1100 hafi guðshúsin í landinu verið ríflega 3000, eða mjög nærri því að vera á hverjum bæ. Tala þeirra kirkna, er sóknarkirkjurétt fengu, mun hafa verið mjög nærri 370, að menn halda, og þar í viðbót um 50 alkirkjur. Um fjölda hálf- kirkna mun örðugra að segja. Vissa er þó fyrir um 290 hálfkirkjum, þótt ekki sé víst, að þær hafi allar fengið slík réttindi með tíundarlögun- um. Langtum erfiðast er þó að geta sér nákvæmlega til um fjölda bænhúsa í landinu, er svo flokkuðust samkvæmt lögunum nýju. En fyrst þeim dæmdust nú engar tekjur, leggjandi þó eigendum sínum ákveðnar skyldur á herðar, eins og t.d. ævinlegt viðhald, er mjög ósennilegt að nokkur bóndi hafi farið að sækjast eftir því að fá að reisa og láta vígja slíkt guðshús á jörðu sinni. Þeim hefur því snarlega fækkað eftir að hér er komið sögu. Þegar siðbreytingin verður hér á landi, árið 1550, er margt bænhúsa standandi, þótt enn fleiri væru gjörfallin sökum vanhirðu. En fljótlega er tekið að beina spjótum að bænhúsum og hálfkirkjum. í svonefndri Bessastaðasamþykkt, frá 1. júlí 1555, er svo fyrir mælt, að leggja skuli niður þær hálfkirkjur, bænhús og þær kirkjur aðrar, sem ekki teljist nauðsynlegar sóknarkirkjur, og skyldu eigendur slíkra guðshúsa eignast helming kúgilda þeirra og lausafjár, en hins vegar alla fasteign og ítök. Þrátt fyrir slík kostaboð vildu bændur þó treglega leggja kirkjur sínar og bænhús niður, kusu frekar að halda við forna hefð og venjur. Aftur var reynt að fækka „ónauðsynlegum“ kirkjum og bænhúsum árið 1765, með þessu konungsbréfi: Reskript til Biskoppen over Skalholt Stift, Finnur Jonsson, ang. nogle Annexkirkers og Capellers Afskaffelse. Fredensborg 17. Mai 1765. Frederik den Femte &c. V. G. T. Af en fra Vores General-Kirke-In- spections-Collegio til Os indkomne Forestilling er Os allerund. bleven refereret, at endskjöndt ved sal. og höilovlig Ihukommelse Kong
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.