Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 143
múlaþing
141
1) Sóknarkirkjur. Þeim fylgdi réttur til helmings allra tíundargjalda
þeirra manna, sem tíundarskyldir voru í sókninni, og síðarmeir
ýmsir tollar og kvaðir, eins og ljóstollar, lambsfóður, ostgjöld og
fiskatollar.
2) Hálfkirkjur. Þær nutu hálfrar tíundar heimamanna og hjáleigu-
bænda.
3) Bænhús. Þau fengu engar tekjur af þessum tíundum, en biskup gat
veitt leyfi til, að þar færu hjónavígslur fram, skírnir og greftranir,
og messur sungnar.
Leitt hefur verið getum að því, að um 1100 hafi guðshúsin í landinu
verið ríflega 3000, eða mjög nærri því að vera á hverjum bæ. Tala
þeirra kirkna, er sóknarkirkjurétt fengu, mun hafa verið mjög nærri
370, að menn halda, og þar í viðbót um 50 alkirkjur. Um fjölda hálf-
kirkna mun örðugra að segja. Vissa er þó fyrir um 290 hálfkirkjum,
þótt ekki sé víst, að þær hafi allar fengið slík réttindi með tíundarlögun-
um.
Langtum erfiðast er þó að geta sér nákvæmlega til um fjölda bænhúsa
í landinu, er svo flokkuðust samkvæmt lögunum nýju. En fyrst þeim
dæmdust nú engar tekjur, leggjandi þó eigendum sínum ákveðnar
skyldur á herðar, eins og t.d. ævinlegt viðhald, er mjög ósennilegt að
nokkur bóndi hafi farið að sækjast eftir því að fá að reisa og láta vígja
slíkt guðshús á jörðu sinni. Þeim hefur því snarlega fækkað eftir að
hér er komið sögu.
Þegar siðbreytingin verður hér á landi, árið 1550, er margt bænhúsa
standandi, þótt enn fleiri væru gjörfallin sökum vanhirðu. En fljótlega
er tekið að beina spjótum að bænhúsum og hálfkirkjum. í svonefndri
Bessastaðasamþykkt, frá 1. júlí 1555, er svo fyrir mælt, að leggja skuli
niður þær hálfkirkjur, bænhús og þær kirkjur aðrar, sem ekki teljist
nauðsynlegar sóknarkirkjur, og skyldu eigendur slíkra guðshúsa eignast
helming kúgilda þeirra og lausafjár, en hins vegar alla fasteign og ítök.
Þrátt fyrir slík kostaboð vildu bændur þó treglega leggja kirkjur
sínar og bænhús niður, kusu frekar að halda við forna hefð og venjur.
Aftur var reynt að fækka „ónauðsynlegum“ kirkjum og bænhúsum
árið 1765, með þessu konungsbréfi:
Reskript til Biskoppen over Skalholt Stift, Finnur Jonsson, ang. nogle
Annexkirkers og Capellers Afskaffelse. Fredensborg 17. Mai 1765.
Frederik den Femte &c. V. G. T. Af en fra Vores General-Kirke-In-
spections-Collegio til Os indkomne Forestilling er Os allerund. bleven
refereret, at endskjöndt ved sal. og höilovlig Ihukommelse Kong